Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 102
KRISTJAN ASNASON
sé að aðlagast nútímamim og stefaa t.d. að því að hér verði „tvítyngt“
samfélag. Hinir síðarnefadu virðast líta á það sem jákvæða þrómt að
enska verði meira notuð, væntanlega vegna þess að þá verði Islendingar
í betri tengslum við umheiminn. Ef við geium ráð fyrir að menn skiptist
í svona fylkingar, hvernig gerist það? Hverjir eru alþjóðashmarnir og
hverjir eru hinir þjóðlegu og hvaða hagsmunir eða hvatar (mótívasjónir)
búa að baki afstöðu þeirra? Hvers eðlis er sá vandi (ef þetta telst vandi)
sem nú blasir við í málefaum tungu og menningar? Hvaða félagsleg eða
efaahagsleg öfl eru virk í nútímanum þannig að þau ráði þróuninni, og
hvert er líklegt að stefai? Hvernig bregst hin íslenska „þjóðarsál“ við í
stöðunni og hvað gera stjórnvöld eða hvað geta þau gert?
I þessari grein er gerð tilraun til að varpa ljósi á sumar af þeim spurn-
ingum sem hér vakna með hjálp nokkurra hugtaka úr félagsmálfræði, en
einnig á grundvelli niðurstaðna úr samnorrænni könnun sem gerð var
með hjálp Gallup á Islandi á viðbrögðum Islendinga við spurningum um
ensk áhrif og málpólitík. Könnunin var gerð sem hluti af stóru sainnor-
rænu rannsóknarverkefai sem skipulagt er af Helge Sandoy, prófessor í
Björgvin, en meginviðfangsefni þeirrar rannsóknar eru svokölluð að-
komuorð (tökuorð og slettur) í norrænum málum nútímans. Margt ber á
góma í þessari rannsókn, en ekki síst beinast sjónirnar að félagsmálfræði-
legum þáttum, spurningum um afstöðu almennings til ensku og þeirra
áhrifa sem gætir af ensku á heimamálin.
Félagsmálvísindi fást við tengsl tungumáls og samfélags. Annars vegar
snúast þau um að rannsaka mismunandi málhegðun ólíkra þjóðfélags-
hópa og stétta. Miklar rannsóknir hafa t.d. verið gerðar á stétta-
mállýskum á Bredandi og settar fram ýmsar kenningar í því sambandi um
tengsl félagslegra breytna, svo sem aldurs, kyns og stéttar annars vegar
og málkerfisbreytna, ekki síst framburðar, hins vegar. Þessar rannsóknir
hafa t.d. varpað ljósi á áhrif félagslegra þátta á málbreytingar.2 Hin hlið-
2 Meðal frumkvöðla á því sviði má nefha William Labov, Peter Trudgill og Lesley og
James Milroy. (Sjá t.d. William Labov, Sociolinguistic Pattems, Oxford: Basil
Blackwell, 1972; Peter Trudgill, On Dialect. Social and Geographical Perspectives, Ox-
ford: Basil Blackwell, 1983; Lesley Milroy, Langttage and Social Networks, Second
Edition, Oxford: Blackwell, 1987; James Milroy & Lesley Milroy, „Linguistic
change, social network and speaker innovation", Joumal of Linguistics 21, 1985, bls.
339-384). Vísir að slíkum rannsóknum á Islandi er rannsóknarverkefni Höskuldar
Þráinssonar og Kristjáns Arnasonar, RIN. Þar er t.d. athugað samband aldurs og
ýmissa hljóðffæðilegra einkenna, gamalla og nýrra. Sjá t.d. Kristján Árnason og
IOO