Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 29
BLÁTR MENN OG EYKONAN ÍSLAND
eru venjiilega taldar til ytra sviðsins og virðist sem útdlokun kvenna frá
ytra sviðinu í mörgum kenningum ffæðimanna feli einnig í sér útilok-
un frá orðræðu um þjóðerni.24 Hér má undirstrika að Yuval-Davis er
fyrst og fremst að gagnrýna að hversu miklu leyti konur sem slíkar hafa
verið ósýnilegar í orðræðunni um þjóðerni. Athugasemd Pratt bendir
hins vegar frekar á mikilvægi þess að líta á þjóðerni og þjóðernishyggju
sem kynjuð fyrirbæri þar sem bæði konur og karlar eru kynjuð viðföng
og gerendur. Fræðimenn hafa í auknum mæli víkkað sjónarhorn sitt í
femínískum rannsóknum og lagt áherslu á að karlar hafi ekki síður kyn
en konur. Ahersla margra kynjafræðinga hefur því beinst æ meir að því
að skoða kyn sem fyrirbæri sem tekur bæði til karla og kvenna. Þetta
breytir þó ekki því að það er enn mikilvægt að undirstrika skort á um-
fjöllun um konur í ákveðnum greinum og kenningarlegum áherslum.
Femínistar hafa eiunig lagt áherslu á að skoða samspil ólíkra þátta
sjálfsmynda, sem lýsa má sem ósjálfstæðum og breytilegum eftír sam-
hengi. Kyn stendur í flóknu samspili við aðra þætti sjálfsmynda, eins og
sjá má af ólíkri stéttarstöðu kvenna, sem og flóknu samspili litarháttar og
stéttarstöðu. Eins og Brackette F. Williams bendir á er mikilvægt að
skoða sögulega og staðbundið hvernig kyn, litarháttur og stétt hafa öðl-
ast breytilega merkingu í samhengi þjóðernishyggju og myndunar þjóð-
ríkja.25 Slíkt sjónarhom verður augljóslega sérlega mikilvægt í umfjöllun
um kyn í textum 19. aldar, sem er í samspili annarra vídda sjálfsmynda.
Fólk í Afríku var almennt skilgreint út ffá tvípóla andstæðu, villimennska
- siðmenning, sem og út ffá þjóðhverffi flokkun Evrópumanna í kyn-
þætti. Afrískar konur fengu því margþætta jaðarstöðu: út frá litarhætti,
kyni og sem nýlenduþý. Höfundar þeirra texta sem hér era skoðaðir hafa
margræða sjálfsmynd sem Vesturlandabúar og Islendingar. Jafnffamt eru
þeir í næstum öllum tilfellum karlmenn sem tilheyra effi stéttum samfé-
lagsins, sem gefur til kyrtna þörf þeirrar stéttar til að uppffæða alþýðu Is-
lands.26 Þetta samspil ólíkra þátta sjálfsmynda þessara höfunda, sem bæði
24 Yuval-Davis, Gender and Natíon, bls. 2.
25 Brackette F. Williams, ,AIannish Women and Gender after the Act,“ Wrnien out of
Place: Tbe Gender ofAgency and the Race of Natíonality, ritstj. Brackette F. Williams,
New York: Routledge, 1996, bls. 1-36.
26 Eins og Ingi Sigurðsson hefur bent á var útgáfa alþýðlegra fræðslurita á tímabil-
inu 1830-1930 mikilvægur þáttur í bókaútgáfu á 19. öld: Ingi Sigurðsson, „For-
málar alþýðlegra fræðslurita 1830-1930 sem heimild um útgáfu þeirra,“ 2. íslenska
söguþingið: 30. maí - 1. júní 2002. Ráðstefnurit I, ritstj. Erla H. Halldórsdóttir,
27