Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 162
SVANUR KRISTJANSSON
2.3. Kristján Eldjám (forseti 1968-1980)
Kristján Eldjárn (1916-1982) var háskólamenntaður fomleifaixæðingnr
og gegndi stöðu þjóðminjavarðar um langt árabil. Kristján var kjörhm
forseti með 65,6 prósentum atkvæða og fram til þessa því eini forseti
lýðveldisins sem hlaut meirihluta atkvæða í upphafi forsetaferils. Kosn-
ingaþátttakan var 92,2 prósent. Kristján var endurkjörinn án mótfram-
boðs tvisvar sinnum.
Kristján Eldjárn var um margt óhkur tyrirrennurum sínum. Hami leit
á embættið fyrst og fremst sem einingartákn þjóðarinnar en ekki valda-
embætti, þótt hann beitti forsetavaldinu þegar hann taldi þess þurfa.
Þannig varð Kristján fyrstur forseta til að veita forystumanni í sósíahsta-
flokki umboð til stjómarmyndunar efdr kosningarnar 1978. Forysta
Sjálfstæðisflokksins brást hart við þessum gjömingi, svo sem glöggt iná
sjá af skrifum Morgunblaðsins í ágúst 1978, t.d. í leiðara blaðsins „Kreml
og Kekkonen“ (22. ágúst). Þar sagði m.a.:
Morgunblaðið hefur bent á það áður, að þrátt fyrir þrýsting frá
Sovétríkjunum og viðkvæma legu Finnlands á landamærmn
Sovétríkjanna, hefur Kekkonen aldrei dottið í hug að fela for-
ystumanni finnskra kommúnista stjómarmyndun, né heldm'
hefur það verið gert í landi eins og Itahu, þar sem kommúnista-
flokkurinn er miklu sterkari en Alþýðubandalagið hér, og hef-
ur að sumu leyti aíheitað heimsvaldastefhu Sovétríkjanna á
einarðari hátt en Alþýðubandalagið, né hefur nokkrum forseta
Frakklands dottið í hug að kalla leiðtoga kommúnistaflokks
Frakklands tdl að hafa forystu um stjómarmyndun þar í landi.
Kristján átti djúpar rætxu í hreyfingu þjóðvamarfólks sem vildi varðveita
hlutleysi Islands og herlaust land og krafðist þjóðaratk\'æðagreiðs 1 u um
dvöl bandaríska hersins í landinu. I kosningabaráttmmi 1968 lýsti Krist-
ján yfir stuðningi við aðild Islands að Atlantshafsbandalaginfr5 en í ræð-
um sínum á forsetastóh fjallaði hann aldrei um mikilvægi samskipta Is-
lands og Bandaríkjanna og fór ekki í heimsókn til Bandaríkjaforseta eins
og þeir Sveinn og Asgeir höfðu báðir gert. Kristján hélt á lofri málstað
íslenskrar þjóðmenningar sem forseti og taldi að Island væri tengt Norð-
55 Valur Ingimundarson, Uppgjör við umheiminn: Samskipti Islatids, Bandaríkjanna og
NATO 1960-1914. Islensk þjóðemisbyggja, vestrænt samstaif og landhelgisdeilan,
Reykjavík: Vaka Helgafell, 2001, bls. 108.
160