Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 77
KVENLEGAR ASYNDIR ROMONSKU AMERIKU
verka hans á sama tíma og hann færir pútnamæðrumim og abbadísum
Andes-klaustra mikilvæg völd. Hann gerir þær að örlaganornum í gangi
þjóðmála. I dyngjum hóranna og bak við múra klaustranna varðveitist og
magnast leyndardómur kvenleikans. I verkum hans lokkar einkaheimur
konunnar þó hann sé umlukinn óyfirstíganlegum hindrunum sem æra
drottnunargjarnt karlveldið.18
Nóbelsverðlaunahafinn Gabríel García Márquez fer á sama tíma þá
leið að festa enn í sessi ímynd álfimnar í Kki slóttugra, munaðar- og dul-
arfullra kvenna - ímynd sem enn er endurtekning á fyrirmyndum frá
landafundatímanum. Márquez hefur viðurkennt að flest skáldverka hans
séu í raun sprottin úr skáldsögu hans Hundrað dra einsemd (1967)19 og að
þar sé að finna fyrirmyndir atburða og persóna sem fyrir komi í síðari
verkum. Þegar kvenpersónur hans eru skoðaðar blasir við að þær ráða
gjaman ráðum sínum, Hta sínu viti og spila á karlveldið til að fá sínu
framgengt. Þær íhuga aðgerðir, segja sjaldan alla söguna og búa yfir
þokka og valdi sem karlamir mega sín einskis gagnvart. Augnaráð, ilmur
og hold er allt sem þarf. Karlpersónur verka hans ná aldrei yfirráðum yf-
ir né heldur nánu sambandi við konur, jafnvel ekki í sögum eins og Liðs-
foringjanum berst aldrei bréf (19 5 8).20 Þar er sagt frá öldmðum hjónum
sem deilt hafa súm og sætu í hálfa öld og þótt konan sé svo „lítdl og hp-
ur að hún virtist [...] geta smogið gegnum veggi þar sem hún þeyttist um
á molskinnsskóm“ (bls. 29) þá er það hún sem heldur á spilunum. Þegar
erfiðleikamir steðja að stappar hún stálinu í karl sinn og heldur því fram
að hún geti „vakið [fólk] upp frá dauðum, þegar [hún er] heil heilsu“ (bls.
40). I bókarlok, þegar allar bjargir era bannaðar, allar eigur þeirra hjóna
seldar, matarkirnur tæmdar og liðsforinginn spyr hvað þau eigi að éta
þangað til bréfið um eftírlaunagreiðslumar berst, svarar hún einfaldlega:
„Skít“ (bls. 127). Eins og margar aðrar kv'enpersónur í skáldsögum
Márquez lifir hún og hrærist í veröld sem karlar hafa hvorki aðgang að
né skilja. Frammi fyrir staðfestu kvennanna og baráttuþreki missa karl-
persónur hans fótanna. Þannig veit Aurelíano yngri úr Hundrað ára ein-
semd að „kvenfólkið á bænum er hálfu þrjóskara en múldýrin“ (bls. 173),
18 Sjá t.d. þýðingar Sigrúnar A. Eiríksdóttur á skáldsögunum Pantaljón og sérþjóniistan
(1991) og Hvermyrti Móleró? (1993), Reykjavík: Almenna bókafélagið.
19 Cieri afios de soledad (1967). Hnndrað a'ra einsemd, þýð. Guðbergur Bergsson,
Reykjavík: Alál og menning, 1978.
20 El coronel no tiene a quién le escribe (1958). Liðsforing/anum berst aldrei bréf, þýð. Guð-
bergur Bergsson, Reykjavík: Mál og menning, 1980.
75