Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 28
KRISTIN LOFTSDOTTIR
Kyn og þjóðernishyggja
Femínískir fræðimenn hafa gagnrýnt hversu kenningar sem fjalla um
þjóðernishyggju hafa sniðgengið mikilvægi kyns. Maiy Louise Pratt
bendir á að í bók Benedicts Anderson Imagined Communities18 sé komið
inn á þætti sem snúa að etnískum uppruna, htarhætti og stétt en htið
fram hjá kyni.19 Pratt dregur athygli að karllægri slagsíðu í orðalagi And-
ersons þegar hann lýsir grunnhugmynd sinni um ímynduð samfélög.
Hann talar um comradeship og fratemity20 sem mikilvæga þætti í þeirri
samkennd sem einkennir þjóðernishyggju, en bæði þessi hugtök endur-
spegla þjóðina sem samfélag karla. Eins og Joanne P. Sharp, sem einnig
hefur gagnrýnt kynjaslagsíðu Andersons, orðar það, þá gerir hugmynd
hans um ímyndað samfélag ráð fyrir ímynduðum borgm*um af ákveðnu
kyni.21 Pratt minnir jafnframt á áherslu Andersons á mikilvægi nútíma
prenttækni fýrir tilkomu þjóðernishyggju og bendir á í því samhengi að
það sé sérstaklega áhugavert að á 18. og 19. öld hafi margar konur getað
sótt sér óformleg völd í gegnum slíka miðla.22
Nira Yuval-Davis minnir hins vegar á að fræðimenn eins og Ernest
Gellner og Anthony Smith hafi fjallað ýtarlega um hlutverk mennta-
manna við að „uppgötva“ þjóðina; endurskrifa og túlka sögu hennar út
frá gullinni öld fortíðar sem oft er grunnur að vitund þjóðernishyggj-
unnar. Yuval-Davis gagnrýnir að í slíkum hugmyndum skuli hvergi
koma fram þáttur kvenna sem uppalenda þjóðarinnar, táknrænt og
menningarlegt hlutverk þeirra og hlumerk líkama kvenna í að skapa
þegna þjóðarinnar í líffræðilegu tilliti. Astæður þess að fræðimenn
virðast „gleyma“ konum í þessu samhengi telur Yuval-Davis geta legið
í því að konur hafa samkvæmt heíðinni verið tengdar við innra svið
samfélagsins (e. private) á meðan karlar eru tengdir við ytra sviðið (e.
public)23 í vestrænni hugsun og kenningum. Þjóðernishyggja og þjóðin
18 Benedict Anderson, Imagined Communities: Reflections on the Origin and Spread of
Nationalism, London; New York: Verso, 1983.
19 Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood,“ bls. 48-73.
20 Hugtakið comrade hefur verið þýtt á íslensku sem flokksbróðir eða félagi ogfi'ater-
nity sem bræðralag.
21 Joanne P. Sharp, „Gendered Nationhood: A feminist engagement vdth national id-
entity,“ Body Space: Destabilizing Geographies ofi Gender and Sexuality, ritstj. N.
Duncan, London ogNew York: Routledge, 1996, bls. 99.
22 Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood," bls. 50.
23 Hugtökin hafa einnig verið þýdd á íslensku sem einkasvið og opinbert svið.
2 6