Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 122
KRISTJAN ARNASON
þeir sem hafa mesta menntun nota minna orðið e-mail en aðrir hópar.
Reyndar era fleiri í þessum hópi sem segjast nota bæði orðin tölvupóstur
og e-mail. Grannskólahópurinn notar e-mail meira en aðrir hópar (V26).
I heild má segja að könnunin sýni, eins og við var að búast, að ensku-
notkun er tengd menntun. Þeir sem hafa meiri menntun nota meiri
ensku í \únnu og námi og til bóklesturs. Það er þó athyglisvert að ekki er
munur milli hópanna hvað varðar enskunotkun í ffítíma (skrifaðrar eða
talaðrar) og heldur ekki í afstöðu til þess að enska sé vinnumál í fyrirtækj-
um. Menntunarhópur nr. 2, sem hefur „grunnskólapróf og viðbót“ er
mest sammála þeirri fullyrðingu að notuð séu of mörg ensk orð, en
stuðningur við nýyrðasmíð vex með meiri menntun. Hinir rneira mennt-
uðu nota síður aðkomuorðið e-m,ail, era neikvæðari gagnvart ensku sem
heimsmáli og hlynntari málstöðlun í útvarpi og sjónvarpi.
4.5 Landshlutar
Hvað varðar búsetu viðmælenda var landinu skipt í þrennt: höfuð-
borgarsvæðið, ,juðurlandlí og „norðurlandu. Höfuðborgarsvæðið tekur til
Reykjavíkur og nágrannabæjanna, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Hafnar-
þarðar. „Suðurland“ nær frá Króksfjarðarnesi við Gilsíjörð suður og
austur um til Hafnar í Hornafirði, og „norðurland“ nær frá Vestfjörðum
austur og suður að Hornafirði. 434 þátttakendur (58,7%) kornu frá höf-
uðborgarsvæðinu. „Sunnlendingar“ voru 174 (23,5%), og „norðlending-
ar“ vora 131 (17,1%).24
Það kemur væntanlega ekki á óvart að höfuðborgarbúar nota meiri
ensku en aðrir landsmenn, sunnlendingar minna og norðlendingar
minnst (V27). Og þegar litið er á aðstæðurnar (V28) sjáum við til dæin-
is að notkun í vinnu eða námi er mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst
á „norðurlandi“. Hins vegar er ekki greinanlegur munur eftir búsetu
hvað varðar notkun á ensku í frítíma eða við lestur bóka og greina.
Sé litið á skoðanir á umdæmisvandanum, þá er ekki marktækur mun-
ur milli landshluta þegar spurt er hvað mönnurn finnist um að enska
verði móðurmál allra, en þó virðist vera tilhneiging í þá átt að fólk á
„norðurlandi“ sé jákvæðara (eða minna neikvætt) gagnvart hugmyndinni
(p=0,075, þ.e. 7,5% líkur til að niðurstaðan sé tilviljun, sbr. V29).
24 Segja má að þetta endurspegli nokkuð vel íbúafjöldann á þessum svæðum, því á höf-
uðborgarsvæðinu bjuggu 1. desember 2003 181.888 manns (62%), á „suðurlandi“
55.220 (19%) og á „norðurlandi" 53.382 (18%).
120