Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 155
FORSETIÍSLANDS OG UTANRÍKISSTEFNAN
að sjá landinu fyrir nægnm nauðsynjavörum, tryggja nauðsynlegar sigl-
ingar til landsins og frá því og að gera í öðru tilliti hagstæða verzlunar-
og viðskiptasamninga við það.“33
Sveinn Björnsson hafði mikil áhrif á samningsgerðina af hálfu Islend-
inga. Hann var eini sendiherra landsins og kunni vel til verka í milliríkja-
samningum. Roosevelt Bandaríkjaforseti tók mikinn þátt í samningun-
um, enda hafði hann verið í sambandi við Islendinga um hervernd
Bandaríkjanna síðan vorið 1941. Forsetinn og yfirherráðið litu svo á að
hernaðaraðstaða á Islandi væri nauðsynleg vegna hagsmuna Bandaríkj-
anna. Roosevelt gerði fimm uppköst að orðsendingu sinni til ríkisstjórn-
ar Islands við gerð herverndarsamningsins áður en hún var send inn.
Forsetinn vissi vel að hann var hér á hálum ís; Bandaríkin höfðu ekki lýst
yfir stríði en sendu samt hersveitir til Evrópulands.34
Eitt fyrsta verk Sveins sem forseta var að fara til fundar við Roosevelt
í Hvíta húsinu.35 Aðdragandi heimsóknarinnar segir mikla sögu um lyk-
ilhlutverk forsetanna við að koma á tvíhliða sambandi landanna.
Skörnmu eftir kjör Sveins sem forseta fór vinur Sveins, Vilhjálmur Þór,
sem Sveinn hafði skipað utanríkisráðherra árið 1942, á fund bandaríska
sendiherrans í Reykjavík og tjáði honum þá ósk forseta Islands að fá að
heimsækja forseta Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og
yfirherráðið mæltu eindregið með því að Bandaríkjaforseti tæki á móti
forseta Islands, því betra væri fyrir bandarísk stjórnvöld að semja við vini
Bandaríkjanna, Svein Björnsson og Vilhjálm Þór, heldur en aðra íslenska
stjómmálamenn. Bandaríkjaforseti samþykkti heimsóknarbeiðnina að-
eins þremur vikum eftir fund Vilhjálms Þórs og sendiherrans. Þeir
Sveinn og Vtlhjálmur fóm ásamt fömneyti til Bandaríkjanna 23. ágúst
1944 og dvöldu þar rúma viku. A fundum þeim sem forsetarnir áttu með-
an á dvölinni stóð lögðu þeir grundvöll að tvíhliða sambandi landanna,
sem þaðan í frá hefur náð til viðskipta og fyrirgreiðslu bandarískra
stjómvalda sem og til öryggis- og varnarmála.36
Islenska þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi víkja ffá yfirlýsingunni
32 Sama heimild, d. 3.
33 Sama heimild, d. 2-3.
34 Michael Thomas Corgan, Icelandic Security Policy, Boston: Drg. Boston University,
1991, bls. 46.
35 Umfjöllunin um Bandaríkjaför Sveins Bjömssonar byggir á Svanur Kristjánsson,
„Forsetinn og utanríkisstefnan - Bandaríkjaför Sveins Bjömssonar“, Ný Saga 13.
árg. (2001), bls. 4—16.
U3