Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 84
ROSA MAGNUSDOTTIR
vel grein fyrir mætti menningartengsla og nauðsyn þess að kynnast fólki
með ólíkar stjórnmála- og lífsskoðanir. Halldór heínr væntanlega vonast
til þess að andstæðingar sovétkerfisins á Islandi myndu í ferðinni sjá og
skynja að land sósíalismans væri bæði velmegandi og friðsælt og þeir
gætu jafnvel mildast í afstöðu sinni til landsins og víkkað sjóndeildar-
hringinn.2
Stjórnmálaáróður, þ.e. áróður sem miðar að eflingu vináttu-, stjórn-
mála- og efhahagstengsla, var mikilvægur hluti af utanríkisstefnu stór-
veldanna í kalda stríðinu.3 Bæði Bandaríkin og Sovétríkin komu sér upp
öflugum áróðursstofhunum sem höfðu að markmiði að móta og hafa
áhrif á almenningsálit víða um heim. Stjórnvöld beggja landanna lögðu
kapp á að kynna stjórnkerfi, samfélag og menningu á aðlaðandi hátt og
oft á kostnað andstæðingsins. Kapítafisku markaðskerfi var þannig stillt
upp gegn kommúnísku áætlanakerfi og þessi hugmyndakerfi voru tahn
ala af sér ólíka einstaklinga.
Eins og alkunna er skipuðu menn sér á tímum kalda stríðsins oft í fylk-
ingar þar sem öðru hvoru stórveldanna var fylgt að máli. Aróðursstríð
stórveldanna í kalda stríðinu er þó ekki til umfjöllunar hér, heldur er lit-
ið til heimsmótsins í Moskvu árið 1957 sem afmarkaðs þáttar í áróðurs-
stefnu Sovétríkjanna og skoðað hvernig íslenskir fylgismenn sovétkerfis-
ins jafnt og andstæðingar þess upplifðu dvölina í Moskvu. Þessi grein
mun ekki segja sögtma alla, því ekki hafa allar heimildir um þátttöku ís-
lendinga á heimsmótum verið fullkannaðar. En hér verður heimsmótið
árið 1957 kynnt og þess freistað að setja íslenska umræðu ttm það í sam-
hengi við sovéskar heimildir um mótið.
2 Sjálfur ferðaðist Halldór ásamt Auði konu sinni til Bandaríkjanna árið 1957 í boði
American-Scandinavian Foundation og efdr að hafa kynnst landi og þjóð gaf hann til
kynna að honum likaði við Bandaríkjamenn þó að hann væri stjórnmálum og stefitu
Bandaríkjanna mótfallinn (sérstakfega veru þeirra á herstöðinni í Keflavíkþ „Þó þið
elskið Kínverja mildð mundi ykkur leiðast að hafa sjö eða átta milljónir Kínverja
hérna á Mississippíbökkum." Edda Andrésdóttir, A Gljúfrasteini. Edda Andrésdóttir
rœðirviðAuði Sveinsdóttur Laxness, Reykjavík: Vaka-bókaforlag, 1984, bls. 137. Hall-
dór Guðmundsson kemst að sömu niðurstöðu um velvilja Halldórs í garð Banda-
ríkjamanna: „Þegar grannt er að gáð er hann farinn að nálgast Ameríkumenn ein-
sog Rússa og tekur fólkið ffam yfir þjóðskipulagið, þótt hann eigi ekki eins rnarga
góða vini vestra og hann á eystra.“ Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness. Ævisaga,
Reykjavík: JPV útgáfa, 2004, bls. 628.
3 Emily S. Rosenberg, Spreading the American Dream: American Economic and Cultur-
al Expansion, 1890-1945, New York: Hill and Wang, 1982, bls. 4.