Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 68
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
Kenningar beggja fræðimanna opnuðu nýjar gáttir sem enn róttækari
ffæði- og menntamenn níunda og tíunda áratugarins nýttu sér til að
krefjast þess að einkaleyfi vestrænnar söguskoðunar og túlkunai' á Róm-
önsku Ameríku yrði afnumið. I kjölfarið endurskoðuðu til dærnis mexík-
óskir og perúanskir fornleifa- og mannfræðingar af indjánaættum við-
teknar kenningar um eigin arfleifð; argentínskir kvikmyndagerðarmemi
gerðu samfélagslega ábyrgð fræðiinanna að umtalsefni6 og karlrithöf-
undar álfunnar á áttunda áratugnum sammæltust um að endursegja sögu
landa sinna ffá eigin sjónarhóli. Velgengni svokallaðrar boom kynslóðar í
bókmenntum, með nóbelsverðlaunahafann Gabríel García Márquez í
broddi fylkingar, átti enn fremur sinn þátt í því að athygli alþjóðasamfé-
lagsins beindist að Rómönsku Ameríku og eftir því var tekið hvað hugs-
uðir álfunnar höfðu fram að færa um eigin samfélög, sögu álfunnar og
umheiminn. Gáttirnar stóðu því galopnar þegar kenningar kvenfrels-
iskvenna komu fram á sjónarsviðið með fullum þunga á tíunda áratugn-
um og staða og aðstæður kvenna voru í fyrsta skipti í forgrunni. Endur-
skoðun fræðimanna með sjónarmið kvenffelsis að vopni mótaðist af því,
að hugmyndir íbúa álfunnar um sig sjálfa væru afbakaðar og byggðust,
rétt eins og ríkjandi hugmyndir um hlutverk kvenna, á aldagömlum sam-
anburði við evrópskar fyrirmyndir. Þær voru sér þess meðvitandi að ríkj-
andi hugmyndir um Rómönsku Ameríku sem heimsálfu væru reistar á
fölskum forsendum og að grundvallarendurskoðun og uppstokkun hvors
tveggja væri því óumflýjanleg og nauðsynleg/
la „transculturación“ y de su importancia en Cuba“ (1975) og t.d. grein höfundar:
„Transculturación paulatina: La integración del pueblo negro en la sociedad costar-
ricense“ sem birtist í bókinni El Caribe Centroamericano, Helskinki: Renvall Institute
for Cultural Studies, 2005, bls. 138-153.
6 Argentínsku kvikmyndagerðarmennimir Solanas og Getino skrifuðu ítrekað um
hlutverkhins svokallaða „nýja manns“ þ.e. hins ábyrga, meðvitaða menntamanns. Sjá
þýðingu höfundar á grein þeirra „I átt að þriðju kvikmyndinni" sem birtist í Afangar
íkvikmyndafræöum ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls. 281-305.
7 Rétt er að árétta að umræðan sem átti sér stað í Rómönsku Ameríku endurspeglaði
umræður annars staðar. Þannig eiga skrif Benedicts Anderson um tilbúin samfélög
í Imagined Communities Reflections on the Origin and Spread of Nationalism (London:
Verso, 1991, endursk. útg.) og Homi Bhabha um kjarna eða uppmna menningar-
innar t.d. í The Location of Culture (New York: Routledge, 1994) við um umræðuna
eins og hún þróaðist meðal menntamanna álfunnar. Enn ffemur enduróma kenn-
ingasmíðar póstmódernískra kvenfrelsiskvenna eins og Gayati'i Chakravorty Spivak,
um konur sem jaðareiningu eða „subaltern" samfélagshóp innan þjóðfélagsskipun-
arinnar, umræður meðal kvenna og kvennahreyfinga álfunnar á tíunda áratugnum.
66