Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 158
SVANUR KRISTJANSSON
eftir Láns- og leigulögunum. Augljóst er, hve mikils virði þessi góðu
málalok voru fyrir okkur allt til stríðsloka.1144
A fyrstu forsetaárum Asgeirs var fylgt þeirri utamíkisstefnu sem mót-
uð var með inngöngu Islands í NATO árið 1949 og gerð varnarsamnings
við Bandaríkin meimur árum síðar. Asgeir var eindreginn hvatamaður
þessarar stefnu. Meðan henni var fylgt skipti forsetinn sér ekki af utan-
ríkismálum. Undir lok fyrsta kjörtímabils Asgeirs varð hins vegar gnmd-
vallarbrejning á utanríkisstefnunni. Haustið 1955 fluttu þingmenn
Alþýðuflokksins þingsályktunartillögu um að endurskoða bæri vamar-
samninginn við Bandaríkin og herinn jnði á brott úr landinu.45 A flokks-
þingi Framsóknarflokksins vorið 1956 var samþykkt sams konar stefeia
og fólst í tillögu Alþýðuflokksþingmanna. Vilhjálmur Þór beitti sér mjög
á flokksþinginu fyrir áframhaldandi dvöl hersins. „Vilhjálmur lýsti yfir
því að Framsóknarflokkurinn yrði að gera sér grein fyrir því að efnahags-
lífið yrði fyrir stóráfalli ef varnarliðsframkvæmdum yrði hætt. Máli sínu
til stuðnings benti hann á að gjaldeyristekjumar af hernum hefðu verið
um 220 milljónir króna á árinu 1955 eða um 18% af heildargjaldeyris-
tekjum þjóðarinnar.“46 Mótbárar Vilhjálms bám engan árangur, aðeins
sex af 400 þingfulltrúum studdu málstað hans.
Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisílokkinn
eftir flokksþingið og mjndaði kosningabandalag með Alþýðuflokknum í
þingkosningum sumarið 1956. Samanlagt fengu flokkarnir 33,9 prósent
atkvæða og 25 þingmenn, vantaði aðeins tvo þingmenn upp á starfhæfan
meirihluta á Alþingi. Þingið hafði samþykkt ályktun um brottför hersins
fyrir kosningarnar með 31 atkvæði gegn 18 atkvæðum allra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsflokkar ályktunarinnar, Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, mynduðu ríkisstjórn eftir kosn-
ingarnar með því yfirlýsta markmiði að framfylgja stefnu Alþingis í varn-
armálum. Herinn skyldi fara burt úr landinu. Þing\úljinn og stefha ríkis-
stjórnarinnar studdust, að því er virtist, við skoðanir meirihluta kjósenda.
Sumarið 1955 kom fram að 63 prósent þeirra, sem afstöðu tóku, vildu
44 Valur Ingimundarson, I eldlínu Kalda stríðsins, bls. 298.
45 Eflaust hefur kjör Ásgeirs sem forseta greitt götuna fivir stefhubretringu Alþýðu-
flokksins og samstarfi Alþýðuflokks við Framsóknarflokk, því brotthvarf Asgeirs úr
þingflokknum veikti hægri arm hans og styrkti stöðu herstöðvaandstæðinga í
flokknum.
46 Valur Ingimundarson, I eldlínu Kalda stn'ðsins, bls. 298.
156