Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 208
HOME K. BHABHA
engin samstundun heldur sprunga í tímanum, ekkert sem gerist samtím-
is heldur aðeins aðskilnaður í rýminu.
,dVtiliitíðin“ er tákn ferlisins og giörningsins, ekki aðeins samfelld nú-
tíð heldur nútíð sem röð eða framhald án samstundmiar - ítrekun á
tákni þjóðarrýmis nútímans. Með því að fella millitíð þjóðernisfrásagn-
arinnar, þar sem fólk lifir sínu marghliða, sjálfstæða lífi, inn í hinn eins-
leita, hola tíma, þá sést Anderson vfir tíma táknsins sem framandgerir
og ítrekar. Hann náttúrugerir augnabliks „skyndileika" hins tilviljunar-
kennda tákns, slátt þess, með því að gera það að hluta af sögulegri fæð-
ingu skáldsögunnar, frásögn sem einkennist af samstundmi. En skymdi-
leiki táknmyndarinnar er sífelldur; verður til í augnablikinu fremur en
samtímis. 'I'ilviljuriarkennt táknið skapar merkingarrými fýrir ítrekun
fremur en línulegt framhald eða framtdndu. „Alillitíðin" verður að alls
ólíkum tíma, eða tvíbentu tákni, fólksins sem þjóðar. Ef þetta er tíminn
sem tengist nafnleysi fólksins þá er það líka rými sem tengist upplausn
þjóðarinnar.
Hvernig er hægt að skilja þetta forstig merkingarinnar sem ákveðna
stöðu félagslegrar og menningarlegrar þekkingar? Hvernig á að skilja
þennan tíma sem kemm „á undan“ merkingunni, sem rennm ekki á frið-
samlegan hátt inn í nútíðina á sama hátt og samfella hefðarinnar - hvort
sem hann er búinn til eða ekki? Hann á sína eigin þjóðarsögu í spurningu
Renans „Qu’est ce qu’une nation?“ sem hefur verið upphafspunktur
margra af áhrifamestu umfjöllunum um tilurð þjóðarinnar í nútínianum
- hjá Kamenka, Gellner, Benedict Anderson og Tztætan Todorov. At-
hyglisvert er að samkvæmt Renan þá felur viðtökuhluttærk nútímans -
viljinn til að verða þjóð - í sér að innleiða tíma endmskráningar sem að-
greinir og ítrekar, inn í aðferðina sem þjóðin beitir til að tjá sig í nútíð-
inni. Renan segir að í viljanum til að verða sjálfstæð þjóð, komi ónatúr-
alísk meginregla nútímaþjóðarinnar fram - en ekki í fyrri staðfestingum
á kynþætti, tungumáli eða landsvæði. Það er viljinn sem gefur sögulegu
minni samræmi og tryggir samþykki samtímans. Adljinn er raunar tján-
ing þjóðar-fólksins:
Tilvera þjóðarinnar er, ef þið afsakið líkinguna, eins og dagleg,
almenn atkvæðagreiðsla, á sama hátt og tilvera einstaklingsins
er stöðug staðfesting á lífi. Osk þjóðanna er, að öllu saman-
206