Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 184
HOMIK. BHABHA
sem söguleg óvissa ... hafiasörnuyfirborðseinkenni og textaviðfangið sjálft“
(skáletnm mín).4 5 Fredric Jameson vitnar til einhvers áþekks í hugmtnd
sinni um „meðvitund um aðstæður“ eða táknsögu þjóðarinnar, „þegar
sagt er frá einstaklingsbundinni sögu og einstaklingsbundimu re\nslu,
getur það ekki fabð í sér annað en að öll hin langa saga samfélagsheild-
arinnar sé sögð um leiðh3 Og Juba Kristeva er kannski of fljót á sér þeg-
ar hún talar um ánægju útlegðarinnar - „Hvernig er hægt að forðast það
að sökktu í fen heilbrigðrar sktnsemi, nema einmitt með því að verða
ókunnugur sínu eigin landi, tungumáh, kjnferði og sjálfsmynd?“6 - án
þess að gera sér grein f\TÍr því hversu löngum skugga þjóðin kastar \iir
útlegðina - og þetta skýrir ef til vill að hluta þegar hún seinna samsamar
sig við ímyndir annarra þjóða, hverja á fætur annarri: „Kína“, „Ameríka“.
Erfð þjóðarinnar er myndhverfing hermar: Amor Patria; Fatherland; Pig
Earth; Mothertongue; Matigari; Middlemarch; Miðnæturbóim/MidnightV
Children; Hundrað ára einsemd/One Hundred Years ofSolitude; Stríð ogfiið-
ur/War and Peace; I Promessi Sposi; Kanthapura; Moby-Dick; Töfrafiall-
ið/The Magic Mountain; Things Fall Apart.
Það hljóta að vera til hópar fólks sem túlka slíkt myndmál - þýðendur
texta og orðræðna sem tvístrast milli menninga - sem getur gert það sem
Said kallar að túlka á óhelgaðan hátt.
Ef við tökum til greina þetta lárétta, óhelgaða rými þar sem ið-
andi sjónarspil nútímaþjóðarinnar blasir við ... þýðir það að
engin ein útskýring sem vísar manni beint aftur til ákveðins
uppruna, er fullnægjandi. Og á sama hátt og ættartölur gefa
okkur ekki nein einföld svör, þá eru ekki heldur til neiiúr ein-
faldir, afmarkaðir hópar eða einföld félagsleg ferh.
Ef við erum vakandi fýrir eðli myndhverfingarinnar sein einkemúr fólkið í
ímynduðum samfélögum í kenningu okkar um brottflutta - hvort sem
það er farandfólk eða stórborgarbúar - þá komumst við að því að nútíma
4 E. Said, Tbe IVorld, The Text and The Critic, Cambridge, Mass.: Han-ard University
Press, 1983, bls. 39.
5 F. Jameson, „Third World literature in the era of multinational capitalism“, Social
Text (Fall 1986), bls. 69 og víðar.
6 J. Rristeva, ,A new type of intellectual: the dissident“, í T. Moi (ritstj.) The Kristeva
Reader, Oxford: Blackwell, 1986, bls. 298.
E. Said, „Opponents, audiences, constimencies and community“ í H. Foster (ritstj.)
Postmodeni Culture, London: Pluto, 1983, bls. 145.