Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 245
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
ir slava? Getur maður ekki verið í senn svartur og aðskilnaðarsinni eða á
mótd kynþáttaaðskilnaði eða aðlögunarsinni? Það er óþarfi að koma með
fleiri svona dæmi. En til þess að halda áfram með umræðuna skulum við
þó gera ráð fyrir því að í frjálsfyndum lýðræðisríkjum séu mismunandi
nomoi hópar. Þeir helstu eru grundvallaðir á trúarlegum forsendum, en
sumir eins og drúsar í Israel, ættflokkar frumbyggja í Kanada og firum-
byggjar í Astralíu kunna að hafa myndast vegna svæðisbundinnar einangr-
unar og sameiginlegra lífshátta (hvort sem um er að ræða hirðingja, fiski-
menn, veiðimenn eða einfaldlega þá sem búa á ,,vemdarsvæði“).
Shachar skilgreinir tvö svið laga sem skipta miklu þegar hópur skil-
greinir sig, fjölskyldutengsl og menntunarstig. Innan menntunarsviðsins
getur virðing fyrir því þegar minnihlutahópur vill varðveita lífshætti sína
orðið til þess að takmarka samfélagslegan hreyfanleika barna því þau
„eiga þá ekki kost á að kynnast meiri fjölbreytileika og ólíkum hliðum á
námsefninu, skyldubundinni miðskólamenntun eða því að vera í náms-
umhverfi þar sem komið er fram við alla sem jafhingja" (bls. 392). Mik-
ið hefur verið ritað um þessi mál bæði í Bandaríkjunum og víðar. Ég held
því fram samkvæmt lögmálum samræðusiðfræði að sérhvert það mennta-
kerfi sem hindrar börn í að komast í kynni við þá framsæknu þekkingu
og fróðleiksleit sem stendur mannkyni til boða, eigi aldrei rétt á sér.
Samhliða má kerrna þessum börnum aðrar siðferðiskenningar, lífshætti
og trúarlegar hefðir. Frjálslyndum lýðræðisríkjum ber ekki einungis
skylda til að vernda „samfélagslegan hreyfanleika“ ungu kynslóðarinnar,
eins og Shachar orðar það, heldur ber þeim einnig að vernda jafnan rétt
þeirra til að þroska siðferðislega og vitsmunalega hæfileika sína og verða
heilsteyptar mannverur og heilir þegnar í framtíðinni.
„Endurskipulagning“ margra stofhana20 er í samræmi við þessa kröfu.
Það gæti verið um að ræða menntakerfi þar sem skólaskylda er upp að
ákveðnum aldri (franska ríkisskólakerfið eða það bandaríska þar sem
kveðið er á um að börnum sé séð fyrir menntun fram að sextán ára aldri,
sbr. tímamótaúrskurð Hæstaréttar Bandarfltjanna í máli Wisconsin gegn
Yoder). Auk þess mætti reka einkaskóla sem byggja á trúarlegum grunni
eða eru reknir af einhverjum samfélagshópum. Slflfir skólar myndu ekki
hljóta nein þárframlög frá hinu opinbera þar sem það myndi tefla í
20 Sjá Ian Shapiro, Democratic Justice, ISPS ritröðin, New Haven: Yale University
Press, 2001 og „Democratic Justice and Multicultural Recognition,“ Multicultural-
ism Reconsidered, ritstj. David Held og Paul Kelly, London: Polity Press, 2002.
243