Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 66
HOLMFRIÐUR GAEÐARSDOTTIR
ameríska múlattastelpa verður ekki efdrsótt fi,TÍrsæta á meginlandi Evr-
ópu eins og til stóð heldur háklassa hóra í Genf. Um leið og hún hfir Kf-
inu einhvern veginn utan eigin líkama kemst htin að þeirri niðurstöðu að
11 mínútur dugi til að fullnægja karlmanni, bæði á sál og iíkama, og að
þrír viðskiptavinir á kvöldi séu ásættanlegt dagsverk. Hún á sér þann
draum æðstan að verða nægjusöm eiginkona kaupmanns í kvrrlátu þorpi
á heimaslóðum og þótt sú verði ekki raunin, sigi'ar ástin að lokum.
Um leið og Coelho nýtir sér aldagamla staðalmynd karlveldisins um
hamingjusömu hóruna, teflir hann Maríu firam sem fuhtrúa álfunnar og
ítrekar fornar ímyndir um Rómönsku Ameríku sem lýsa henni sem kven-
legri og seiðandi, óbeislaðri, en einfaldri. Framsetning hans fellur að
stöðluðum hugmyndum um Ameríku sem tvískipta, þ.e. Suður- og
Norður-Ameríku.2 Samkvæmt þeim eru enskumælandi íbúar Norðm-
Ameríku dyggðugir, hyggnir, ljósir yfirhtum og iðnir, en íbúar Suður-
Ameríku hvatvísir, dökkir, duttlungafullir og duglitlir. Enn fremur fellur
framsetningin að klisjunni um ímynd kynjanna því sú mynd hefur fest í
sessi að Norður-Ameríka sé karllæg og rökvís en Suður-Ameríka kven-
læg og óræð. I Maríu endurskapar Coelho þannig hugmyndir evrópska
feðraveldisins frá því fyrr á öldum um konuna sem annað tveggja; heið-
virða fórnfusa eiginkonu og móður eða undurfagra gleðikonu sem
einskis óskar sér annars en mega fullnægja þörfum karlmannsins.3 I
skáldsögunni um Maríu velur Coelho að smætta flókinn samtímann í
einfaldar staðalmyndir og fellur í gildru markaðsaflanna sem nærast á
einföldum klisjum. Athyglisverð er sú staðreynd að þessar myndir skjóta
upp kolhnum í skáldsögu Coelho þrátt fyrir að síðustu áratugi hafi fræði-
menn og -konur Rómönsku Ameríku á flestum sviðum hug- og félags-
vísinda unnið ötullega að því að útrýma þessum staðalmyndum og skapa
pláss fyrir fjölmenningarlega margbreytni. Að öðrum ólöstuðum má færa
rök fyrir því að úrúgvæski fræðimaðurinn Angel Rama (1926-1983) hafi
2 Francine Masiello íjallar um þetta efhi í greinum sínum „Tráfico de identidades,“
Revista Iberoamerican (1996), bls. 176-177 og í „Un retrato,“ Revista Crítica Cultur-
al II (1995), en þar segir: „Rómanska Ameríka er í hlutverki líkamans, á sama tíma
og norðrið er staðurinn sem hugsar sér hana“, (Latinoamérica está en el lugar del
cuerpo, mientras el Norte es el lugar que la piensa) bls. 12.
3 Hér er vísað til vel þekktrar umræðu um marianisvio og macbismo, eins og t.d. Nikki
Craske útskýrir í bók sinni Women and Politics in Latin Atnerica (London: Polity
Press, 1999) og fram kemur í grein Kristínar I. Pálsdóttur, „Konur um skáld: Pin-
ochet í kasdjósi kvenna“ á www.kistan.is - grein 1704.
64