Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 72
HOLMFRIÐUR GARÐARSDOTTIR
indjánakonmia Malintzin, sem gefin var landkönnuðinum Hemán Cort-
és (1485-1547), en sá fór fyrir sveitum Spánarkonungs sem ætlað var að
brjóta veldi ifumbyggja Mexíkó á bak aftur. Af tryggð við ættflokk sinn
og föður gegndi hún hlutverki sínu, þ.e. að þjóna Cortés til borðs og
sængur, ásamt því að vera persónulegur aðstoðarmaður hans og túlkur.
Þegar til þess kom hins vegar að henni var ætlað að velja hollusm við úm-
rásarliðið umfiram eigin þjóð sveik hún mann sinn og sagði frá fyrúætl-
unum hans. Um leið og La Mahnche, eins og hún er alla jafiia nefiid í
umfjöllun mexíkóskra fræðimanna, fómar hfi sínu fyrú þjóð sína svíkur
hún viðmið evrópska feðraveldisins og gerist brotleg við lög þess. Fram-
koma hennar og kjarktu vekur ugg og óvissu, en um leið efdrtekt og
áhuga landkönnuðanna. Væntingar þeirra um skilyrðislausa húsbónda-
hollusta kvenna em ekki uppfylltar og í kjölfarið varð Malintzin rnerkis-
beri þeirra íbúa nýja heimsins sem ögruðu hugmyndum Spánverja um
hlutverk og stöðu kvenna í samfélaginu og þeirra sem ógnuðu fyrúætl-
unum þeúra um yfirráð.11
Þegar ríkjandi staðalmyndir um Suður-Ameríku em skoðaðar nú finun
hundruð ámm síðar blasir við að orðið hefur til samnefiiari á milh
ímyndarinnar um konuna og hinnar villtu, óræðu, óútreiknanlegu nátt-
úm suðurhluta álfunnar. Ameríka, húi indjánska Ameríka, er í kven-
mannslíki. Hún er mikilfengleg, exótísk og spennandi vegna töfi'amátt-
arins sem stafar af óræðni hennar. Hún er enn fremur erfið viðureignar
og hörð í horn að taka rétt eins og náttúra álfunnar er víða. Okleifir fjall-
garðar og hindranir frumskóganna opinbera vanmátt evrópska karl-
mannsins gagnvart röklausri og óútreiknanlegri náttúruiuú, rétt eins og
konur álfunnar opinbemðu vanmátt Kólumbusar og manna hans. Við-
horf þeirra og hugm\mdir réðu úrshtum um þær staðalmyndir sem til
urðu um álfuna og haldið er á lofti enn þann dag í dag.
11 Til frekari upplýsingar sjá t.d. umfjöllun Sandra Messinger Cypess í bókinni: La
Malinche in Mexican Literature from History to Myth, Austin: University of Texas
Press, 1991. Enn fremur hefur mexíkóska ljóðskáldið og rithöfundurinn Octario
Paz (1914-1998) fjallað um að La Malinche megi skilja sem tákngerving „grimmrar
birtingarmyndar hins kvenlega ástands". í bók sinni El laberinto de la soledad (1950)
segir hann: „Hið sérkennilega langlífi Cortes og La Malinche í huga og tilfinninga-
lífi Mexíkóbúa sýnir að þau eru annað og meira en sögulegar persónur: Þau eru tákn
leyndrar baráttu sem enn hefur ekki verið leyst.“ (The Labyrinth of Solitude, þýð.
Lyoander Kemp, Yare Milos og Rachel Phillips Belark, New York: Grove Press,
1985, bls. 127).
70