Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 146
SVANUR KRISTJÁNSSON
ítarleg greinargerð fylgdi áliti nefhdarinnar, þar sem m.a. kom skýrt
fram sá vilji Alþingis að forseti skyldi starfa í samræmi við vilja þess:
Hér er ákveðið, að sameinað Alþingi kjósi forseta. Hníga sterk
rök að þessu, m.a. þau, að á þennan veg verður minni truflun
af kosningu nýs forseta en vera mundi, ef hann væri kosinn
með alþjóðaratkvæði. Fer einnig vel á því, að Alþingi kjósi for-
seta, þar sem ætlunin er sú, að það haldi sama valdi á málefh-
um ríkisins og það hefur haft, og forseti verður því háður
þinginu með svipuðum hætti og konungur nú er í fram-
kvæmd.'
í ljósi allra kringumstæðna var tillagan um þingkjörinn forseta mjög
hefðbundin og eðlileg. Samkvæmt henni yrði staðfest sú breytáng á ís-
lenska stjórnkerfinu sem hafði í reynd orðið með fullveldi landsins. I
þingstjórnarskipulagi er heldur ekkert rými fyrir þjóðhöfðingja með
sjálfstætt umboð frá þjóðinni. I þingstjórnarríki er vald þjóðþingsins
óskert. Konungur Islands og Danmerkur hafði virt alvald Alþingis og hið
sama átti þá væntanlega að gilda um forseta lýðveldisins sem Alþingi kysi;
virti forseti ekki forræði Alþingis gæti þingið vikið honum frá og kosið
nýjan forseta. Hvergi á Vesturlöndum var valdamikill forseti kosinn
beinni kosningu. I tveimur lýðveldum, Finnlandi og Bandaríkjunum,
voru kjörnir kjörmenn sem síðan völdu forseta. I Weimarlýðveldi Þýska-
lands (1919-1933) var forsetinn þjóðkjörinn og valdamikill. Áírlandi sat
þjóðkjörinn en nær valdalaus forseti skv. stjórnarskrá sem samþykkt var í
þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1937.8 Þar með eru lýðveldi með þjóðkjörinn
forseta á Vesturlöndum á þessum tíma upptalin.
Strax eftir að tillaga þingmeirihlutans um þingkjörinn forseta kom
fram varð ljóst að djúp gjá hafði myndast milli vilja þings og þjóðar.
Þorri þjóðarinnar vildi að í íslensku lýðveldi kysi íslenska þjóðin sér for-
seta milliliðalaust og hin ríkjandi skoðun virtist vera að þingstjórnin og
flokkakerfið myndu ekki duga.9 Alþingi hafði þar að auki ekki getað séð
' Alþingistíðindi A (1944), d. 12.
8 Sjá Michael Callagher, „Republic of Ireland", Semi-Presidentialism in Europe, ritstj.
Robert Elgie, Oxford: Oxford University Press, 1999, bls. 104—132.
9 Sbr. Svanur Kristjánsson, „Stofnun lýðveldis - Nýsköpun lýðræðis", einkum bls.
13-14 og bls. 37-43. I greininni er m.a. vísað í skoðanakönnun, sent tímaritið
Helgafell gerði haustið 1943 (sjá bls. 13-14). Þar kom fram að einungis 20% þjóð-
Í44