Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 203
TVÍSTRUN ÞJÓÐARINNAR
Ein menningarleg afleiðing af slíkri txuflun sem nafnskiptin valda á því
hvernig fólkið er sett fram, er greinileg í skrifum Juliu Kristevu. Ef við
setjum til hliðar hugmyndir hennar um tíma konunnar og kvenlega út-
legð, þá virðist hún halda því fram að „sérstæði“ konunnar - birtingar-
mynd hennar sem sundrun og átak - skapi andóf og fjarlægð í sjálfum
tákntengslunum og svipti leyndardóminum af ,jamfélagi tungumálsins
sem verkfæri tál að sameina og algilda, gera að heild og jafha úth44
Minnihlutinn tekst ekki einfaldlega á við hið viðtekna eða sterka orð-
ræðu valdherrans, með mótsögnum eða neikvæðu merkingarmiði. Hann
yfirheyrir viðfang sitt með því að leyna markmiði sínu í upphafi. Viðbót-
in læðir sér inn í tilvísanir ráðandi orðræðu og ögrar þannig því óbeina
valdi sem alhæfir og skapar samfélagslegan þéttleika. Spurning viðbótar-
innar er ekki staglkennd mælskubrögð frá „enda“ samfélagsins heldur
íhugun á eðh þess rýmis og tíma þar sem frásögn þjóðarinnar verður að
hefjast. Vald viðbótarinnar felst ekki í neitrm á félagslegum mótsögnum
fortíðar og framtíðar sem þegar hafa verið myndaðar, kraftur hennar
hggur í því - eins og við munum sjá í umfjölluninni um Handsworth Songs
hér á eftir - að semja upp á nýtt um tímann, hugtökin og venjurnar sem
við notum til að breyta óvissum, líðandi samtíma okkar í tákn sögunnar.
Handsivorth Songs45 er kvikmynd sem Black Audio and Film Collective
gerði meðan á uppreisninni í Handsworth-hverfinu í Birmingham á
Englandi stóð árið 1985. Myndin er tekin mitt í uppreisninni og tveir
viðburðir svífa hér yfir vötnum: Koma innflytjenda á sjötta áratugnum og
stækkandi samfélag svartra, breskra þjóðarbrota. Og kvikmyndin sjálf er
hluti af upphafi svartrar breskrar menningarpólitíkur. A milli þeirra
augnabhka þegar innflytjendurnir koma til landsins og minnihlutahóp-
arnir myndast, rennur kvikmyndatíminn áfram í stöðugri tilfærslu frá-
sagnarirmar. Þetta er tfmi kúgunar og andspyrnu, tími gjörnings óeirð-
anna, skorinn þversum af viðtekinni þekkingu stofnana Ríkisins. Gripið
er fram í fyrir kynþáttafordómrun tölfræðinnar, skjala og dagblaða með
margbrotnu lífinu í söngvum Handsworth.
Tvær minningar eru stöðugt endurteknar til að þýða lifandi margbreyti-
leika sögunnar inn í tíma fólksflutninganna: fyrst er sýnd koma skipsins
44 Kristeva, „Women’s bls. 210. Ég vísa hér líka í röksemdir sem finna má á bls.
296.
45 Allar tilvitnanimar em úr tökuhandritinu að kvikmyndinni Handsworth Songs, sem
Black Audio and Film Collective samtökin vom svo vinsamleg að láta mér í té.
201