Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 94
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
sem Islendingunum fyndist betur mega fara í Sovétríkjunum. Henni
fannst ekki furðulegt að húsakostur borgarinnar hefði valdið þeim von-
brigðum og fannst ergileg þessi tilhneiging kommúnista á Vesturlöndum
að „fegra allt“ í Sovétríkjunum.44 Sama kona var þó þeirrar skoðunar að
þótt ýmsir vankantar væru á sovétkerfinu þá væri þess ekki langt að bíða
að þar yrði Paradís líkast.45 Draumurinn um hinn sósíalíska heirn þar sem
allir hefðu það jafn gott lifði því góðu lífi á sama tíma og margir horfðu
löngunaraugum til vestrænnar menningar. Að mörgu lejui lifði þessi
draumur áfrarn fram undir lok sjöunda áratugarins þegar stöðnun og
skortur varð blákaldur raunveruleiki flestra sovétborgara. Arið 1957 var
meirihluti landsmanna hins vegar enn bjartsýnn á að Sovétríkin yrðu
innan fárra ára komin í yfirburðastöðu í ffamleiðslu neysluvarnings. Há-
tíðin í Moskvu varð þó sennilega til þess að einhverjir tóku að efast um
að þessir draumar um yfirburði væru raunhæfir og það var fólk af þeirri
kynslóð sem dansaði í Kreml sumarið 1957 sem varð boðberi nýrra tíma
í Sovétríkjunum um þrjátíu árum síðar.46
„ Ógeöslegt ferðalag “ eða „ógleymanlegt avintýri“?47
Eins og augljóst er af skrifum Magnúsar Þórðarsonar litaðist upplifun og
reynsla Islendinganna í Moskvu af stjórnmálaskoðunum þeirra og endur-
44 Það virðist oft hafa verið erfitt fyrir vestræna sósíalista að skilja að draumurinn um
sósíalismann gat lifað góðu Iífi þrátt fyrir áhuga á vestrænni neyslumenningu. Is-
lenskir sósíalistar höfnuðu t.d. flestir amerískri menningu og töldu sovéska rnenn-
ingu æðri.
45 Magnús Þórðarson, Mótið íMoskvu, bls. 72.
46 Fjölmargir sagnfræðingar telja Moskvumótið mjög mildlvægt og jafnvel marka upp-
hafið að endalokum Sovétríkjanna. Sjá t.d. Elena Zubkova, Russia After tbe War: Hop-
es, Illusions, and Disappointments, 1945-1951, Armonk, NY: M. E. Sharpe, 1998; Willi-
am Taubmann, Klmishcbev: the Man and His Era, New York: W.W. Norton &
Company, 2003; Robert D. English, Russia and the Idea ofthe West: Gorbachev, Intellec-
tuals, and the End ofthe Cold War, New York: Columbia University Press, 2000; Ric-
hard Stites, Russian Popular Culture: Entertainment and Society Since 1900, Cambridge:
Cambridge University Press, 1992. Sjá einnig skrif Vladimir Bukovskij, To Build a
Castle: My Life as a Dissenter, Washington, DC: Ethics and Public Policy Center, 1977;
Aleksej Kozlov, „Kozjol na sakse“: i tak vsju zhizn, Moskva: Vagrius, 1998; Vasilij Aks-
jonov, Zvesdný bilet (1961) í Sobranije Sotsjinenij: tom 1, Moskva: Iunost’, 1994.
47 Morgunblaðið, 21. júlí 1957, bls. 1 hafði eftir Steini Steinarri að sorglegt væri að
horfa upp á þennan skrípaleik og að hann furðaði sig á því að Halldór Laxness hefði
lagt blessun sína yfir þetta „ógeðslega ferðalag“. Ávarp Steins Steinarrs birtist upp-
92