Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 33
BLAIR MENN OG EYKONANISLAND
Húðlitur
Eins og fram hefur komið voru hugmyndir um húðlit fólks í Afríku í
margslungnu samspili við áherslu á kyn í ímyndum Vesturlandabúa af
Afríkubúum44 og má staðhæfa að litarheiti standi sem einn lykilþáttur í
skilgreiningu á fólki í Afríku í flestum textum f9. aldar. Með einfaldri til-
vísun í litarhátt eru einstakhngar frá mismunandi samfélögum dregrúr í
dilka, eðli þeirra og hhm’erk skilgreint. Mikilvægi húðhtar til afmörkun-
ar endurspeglast í því hvernig klifað er á dökkum litarhætti fólksins eins
og í eftirfarandi dæmi:
Leópold konungur átti í fyrra sumar nýnæmisgesti að fagna.
Það var svertingjakonungur frá Kongó, Massala að nafhi með
svartri fylgisveit kvenna og karla. Konungur tók við gestum
sínum með mestu viðhöfn og hjelt þeim dýrðlega veizlu, þar
sem hinir svörtu menn tóku rösklega til sælgætanna og drukku
ósleitulega dýru vínin en höfhuðu ekki því gæðarommi sem
þeim var boðið.45
Sjá má vaxandi vægi kynþáttahyggju á 19. öld sem leið til að flokka og
skilja heiminn í því að í eldri ritum er oft vísað til þjóðernishópa, en úr
því dregur eftir því sem líða tekur á öldina. I fræðsluritum sem gefin voru
út undir lok 19. aldar hafa nöfn þjóðemishópa í sumum tilfellum næst-
um horfið en þess í stað er í auknum mæli vísað til fólks í Afríku út ffá
litarheitum og það nefht „negrar“ eða „blökkumenn“. Þessi áhersla birt-
ist í bók Þóru Friðriksson Sttitt landafræði handa bytjendivnH' (1897) þar
sem vísan í þjóðernishópa hefur horfið að mestu. I landafræðibók eftir
Morten Hansen47 er svipað uppi á teningnum og sama gegnir um Agrip
af Landafi-æði48 (1893) sem Björn Jónsson skrifaði eftir riti Edward Ers-
lev.49 Hér ber að hafa í huga að hugmyndir um ákveðnar þjóðir og þjóð-
44 Sjá tO dæmis bell hooks, Yeaming: Race, Gender, and Cultural Politics, Boston: South
End Press, 1990.
45 Skímir, 1886, bls. 82-83.
46 Þóra Friðriksson, Stutt landafrÆ handa hyrjendum, Reykjavík: Sigfás Eymundsson,
1897.
47 Morten Hansen, Landafræði handa bamaskólum, Reykjavík: Sigurður Kristjánsson
(kostnaðarmaður), 1894.
48 Bjöm Jónsson, Ágrip afLandafræði, Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja, 1893.
49 Hann skrifar sig þó ávallt sem Ed. Erslev.
31