Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 95
„DANSAÐ INNAN KREMLARMÚRA“
speglaði vel stjómmálaumhverfið á íslandi á þessum tíma. I íslenskri
pólitík háttaði svo til árið 1957 að við völd sat vinstri stjórn Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jónasson var í
forsæti og allt útíit fýrir versnandi samband við Bandaríkin.48 A þessum
ámm vora samskápti stórveldanna stærsti þátturinn í erlendum frétta-
flntningi á Islandi og almennur áhugi á alþjóðamálum virðist hafa verið
mikill. Það ætti því ekki að koma á óvart að íréttaflutningur frá heims-
mótinu í Moskvu var ítarlegur og flokksblöðin eyddu mörgum dálksenti-
metrum í umfjöllun um það.
Þegar Aloskvufarar snem heim og vora inntir eftir því hvað þeim væri
minnisstæðast úr ferðinni, tóku flestir viðmælendur Þjóðviljans fram
hversu glæsileg dagskráin hefði verið og lofuðu Moskvubúa fyrir greið-
\ikni og hlýlegt viðmót. Þegar hún hafði farið fögrum orðum um fram-
kvæmd hátíðarinnar og almenn afrek sósíalismans hélt ung húsmóðir,
Guðmunda Gunnarsdóttir, áfram: „ég held að það geti ... enginn, sem
þátt tók í þessari eftirminnilegu ferð, efast um einlægnina að baki óska
íbúanna um frið og vináttu meðal allra þjóða, fólkið kýs ekkert fremur en
að fá að starfa í friði að lausn hinna óleystu verkefiia“.49
I Morgunblaðinu kvað að sjálfsögðu við talsvert annan tón. Að vísu voru
Morgunblaðsmenn ekki síður þeirrar skoðunar að fólkið væri allt hið al-
mennilegasta en gengið var út frá því sem vísu að það væri kúgað og há-
tíðin hluti af „lyga- og blekkmgarspilverki rússneskra kommúnista“.50
Mo?-gunblaðið lagði einnig áherslu á fréttaflutning af gjaldeyrisbraski og
kosmaði við hátíðina en lítil sem engin áhersla var á nánari fréttir af af-
rekum Islendinganna í Moskvu. Þessu var öfugt farið í Þjóðviljanum sem
þagði þunnu hljóði um gjaldeyrisbraskið en flutti hástemmdar fréttir af
frammistöðu og athöfhum Islendinganna á heimsmótinu. I Þjóðviljanum
var að finna nákvæmar lýsingar á móttökum þeim sem sendinefhdin fékk
við komuna til Aloskvu51 og dagskrá Islendinganna fékk nær daglega gott
pláss í blaðinu. Islensku myndhstarmönnunum voru gerð góð skil,-2
haflega íAlþýóubMinu. Viðmælandi Þjóóviljans lýsti mótinu sem „ógleymanlegu æv-
intýri" 23. ágúst 1957, bls. 6.
48 Valur Ingimundarson, í eldlínu Kalda stríðsins. Samskipti íslands og Bandaríkjanna,
1945-1960. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1996, bls. 293-362.
49 Þjóðviljinn, 23. ágúst 1957, bls. 6.
50 Morgunblaðið, 21. júlí 1957, bls. 2.
51 Þjóðviljinn, 7. ágúst 1957, bls. 5.
>2 Þjóðuiljinn, 7. ágúst, 1957, bls. 8.
93