Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 189
TVÍSTRUN ÞJÓÐARINNAR
Barrell18 á retórík og sjónarhorni „enska herramannsins“ í fjölbreyttu fé-
lagslegu umhverfi í 18. aldar skáldsögunni; og frumlegan lestur Houston
Baker á „nýjum þjóðemhháttum sem enduróma, túlka og tala mál Negr-
ans í endurreisninni í Harlem“.19
I lokakaflanum sýnir Barrell hvernig eingöngu var hægt að uppfýlla
kröfuna um heildræna, dæmigerða sýn á samfélagið, með orðræðu sem var
á sama tíma gagntekin af, og hikandi gagnvart, mörkum samfélagsins og
markalínum textans. Til dæmis var tungumál herramaxmsins, hvort sem
hann var Athugandi, Ahorfandi eða Göngumaður, svokallað „almennt
tungumál“, „almennt fyrir alla vegna þess að það bar engin sérkenni".20
Þetta tungumál er fyrst og fremst skilgreint út frá neitun - á átthagaást,
stöðu, hæfileikum. Þessi miðlæga sýn „herramannsins“ er svo að segja
„ástand þess að hafa innantóma hæfileika, einhver er talinn geta skilið allt
en er þó einnig sá sem getur ekld sýnt fram á að hann hafi nokkuð skilið“.21
Það kveður við annan markatón í lýsingu Bakers á „róttæku samfélagi
strokuþræla og afkomenda þeirra“ sem mótaði uppreisnargjarna afrísk-
ameríska listmenningu á fyrstu stigum þess að hún breiddist út og náði
„þjóðlegu“ stigi. Baker skilur það svo að „mótun orðræðunnar“ í
Harlemendurreisninni hafi verið módernísk, en hann byggir það fremur
á þeim mótdrægu tjáningarskilyrðum innan hverra Harlemendurreisnin
mótaði menningu sína, heldur en þröngum bókmenntalegum skilningi
hugtaksins. Formgerð innrásar og markabrota í hinum svarta „þjóðern-
is“texta, sem þrífst á stíl sem blandar, aflagar, hylur og umsnýr, er þróuð
áfram í útfærðri líkingu við skæruhernað sem varð lífsmáti í samfélagi
strokuþræla og flóttamanna sem lifðu hættulegu, mótþróafullu lífi „á
landamærum eða jaðri allra amerísku loforðanna, ameríska ágóðans og
framleiðsluháttanna“.22 Ut frá þessari minnihlutastöðu á markalínunum
þar sem orðræðutengslin eru hernaðarleg, eins og Foucault myndi orða
það, birtist kraftur fólks hinnar afrísk-amerísku þjóðar í nýgervingu
stroksins. I stað „stríðsmanna“ má setja rithöfunda eða jafnvel „tákn“:
þessir stríðsmenn voru afar fljótir að aðlaga sig aðstæðum og
18 J. Barrell, English Literature in History, 1730-1780, London: Hutchinson, 1983.
19 H. A. Baker, Jr, Modemism and the Harlem Renaissance, Chicago: Chicago University
Press, 1987, einkum 8.-9. kafli.
20 Barrell, English Literature, bls. 78.
21 Sami, bls. 203.
22 Baker, Modemism, bls. 77.
187