Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 50
SVERRIR JAKOBSSON
eða „údendir og frændlausir“. Þar er áhersla lögð á mikilvægi nálægðar,
kunningsskapar og ættartengsla við að skapa tengsl á milli manna.
Hina útlendu og ókurmu skortir það sem skiptir mestu máli fyrir fé-
lagslega stöðu, land og ftændur. Innan nærsamfélagsins getur ráðið úr-
slitum hvern maður þekkir og hvern ekki. Það er ekki endilega nóg að
vera útlendur til að vera utangarðs, menn þurfa einnig að vera ókunnir
og frændlausir. Með því fá útlendingar stöðu „hins ókunna“ í samfélag-
inu, svo vísað sé í hugtak sem Georg Simmel skilgreindi.7 8 Fræðimenn
sem hafa nýtt sér og unnið áfram með kenningar hans - ekki síst félags-
og mannfræðingar sem rannsakað hafa nútímasamfélög - hafa einkum
rannsakað samfélagshópa sem hafa stöðu hins ókunna. Þar er annars veg-
ar rætt um gesti (e. sojoumers) sem dveljast í samfélagi um tíma en bland-
ast þG ekki. A hinn bóginn má einnig nota þetta hugtak t’fir innfl\Ttjend-
ur sem vilja falla inn í samfélagið.
En hinir koma ekki einungis til okkar, við sækjum þá einnig heim.
Hugmyndir um framandleika hafa tengst ramisóknum á ferðum Ewópu-
manna í fjarlægar álfur og uppgömm þeirra á ólíkrnn heimum, t.d. á tím-
um landafunda. Fræðimenn eins og Urs Bitterli og Tzvetan Todorov
velta fjtrir sér hlutverkinu sem „villimennirnir handan hafsins“ fengu í
heimsmynd Evrópumanna þegar þeir kjmntust memúngu framandi
þjóða. Samskiptin við ókunnar þjóðir ollu því að Evrópumenn tóku
smám saman að endurmeta sjálfa sig og eigin menningu.9
Fleira felst þó í aðgreiningu manna í hópa en að menn skipi sér í hóp
með frændum og nágrönnum. Þar koma til sögu þættir eins og tungu-
mál, siðir, útlit eða trú. I Leiðarvísi Nikulásar ábóta frá 12. öld segir að
„tungnaskipti“ verði í Norður-Þýskalandi, hugsanlega vegna þess að þá
hætta norrænir merrn að skilja heimamenn, en þau tengjast ekld mnskipt-
um frá germönsku málsvæði yfir á rómanskt.10 Samt sem áður gæti Nik-
ulás hafa deilt þeirri hugmynd með Roger Bacon að tungan væri heild
7 Grdgás. Lagasafn íslenska þjóöveldisins, útg. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og
Mörður Arnason, Reykjavík: Mál og menning, 1992, bls. 54, 94, 240.
8 Georg Simmel, Soziologie, Leipzig, 1908, bls. 685-90.
9 Urs Bitterli, Die ‘Wilden' und die ‘Zivilisieiten’. Grundziige eines Geistes- und Kulturge-
schichte der europáisch-iiberseeiscben Begegnung, Miinchen: Beck, 1976; Tzvetan Todor-
ov, La conquete de VAmérique. La question de Vautre, París: Editions de Seuil, 1982.
10 Cod. mbr. AM. 194, 8vo. Alfi-ieði íslenzk: Islandsk encyklopædisk litteratur, 1 (Samfund
til udgivelse af gammel nordisk litteramr, 37), útg. Kristian Kálund, Kaupmanna-
höfn, 1908, bls. 13.
48