Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 53
VIÐ OGHINIR
litaraft ekki talið mikilvægt einkenni á manneskju, a.m.k. ekki fyrr en á
15. öld.18
I kristilegnm miðaldaritum sem snarað var á íslensku er lögð áhersla á
að útdit blekki. I Andreas sögu postula kemur fram að þrátt fyrir ófagurt
útht tdlheyri blámenn kristilegri þjóð enda hefði Mattheus postuh farið
„út á Bláland og leiddi þar margan lýð tál guðs fyrir sína kenning og lét
þar líf sitt fyrir guðs nafni þá er hann hafði áður snúið þeim hinum ófag-
urlega lýð og genran fagran í guðlegri trú af sínum keniúngum“.19 I þess-
ari frásögn er trú á algildi ríkjandi. Allar þjóðir, jafhvel hinar kynlegustu,
eiga kost á að öðlast náð guðs. Mrm þetta í samræmi við hugmyndir
helstu kenningasmiða miðaldakristni og var jafhvel einkenni á „rök-
færslustíl“ kristinna lærdómsmanna.20 Sá stíll festá smám saman rætur á
Islandi í kjölfar kristnitökunnar 999 og þó enn frekar eftár að kirkjan varð
tál sem stofhun og ritvæðing samfélagsins hófst.
Þeir sem vildu greina á milh íbúa heimsins áttu val um ýmsa þættá tál
að gera að grundvehi mannamunar, svo sem tungumál, siði og útlit. Þar
réði úrshtum hvers konar orðræðu lærdómsmenn höfðu tileinkað sér og
gert að ráðandi hugmyndafræði. Bókalærdómur um risaþjóðir og blá-
menn bentá á sérstöðu þeirra hvað varðaði útlit. Sömuleiðis umræða um
„margháttaða siði“ slíkra þjóða. Slíkur munur á mönnum hafði þó tæp-
lega mikil áhrif á sjálfsmyndina, þar sem aðeins lítáll hlutá mannfólksins
taldist tilheyra slíkum furðuþjóðum - þær voru of sérstæðar tál þess að
vera hluti af almennu greiningarkerfi á milli „okkar“ og „hinna“. í bók-
menntum sem eiga sér stað í fjarlægum löndum grundvallast togstreita á
milh þjóða afar sjaldan á slíkum mun. Tungumálakunnátta eða skortur á
henni gat haft áhrif á gagnkvæman skdning en kristin hugmyndafræði
boðaði að slíkan mun ættá að yfirstíga, fremur en að efla ættá sérstöðu
hópa á þeim grunni. Jafhframt því sem aðgreining á grundvelli tungu,
18 Sbr. Steven A. Epstein, Speaking of Slavery. Color, Ethnicity and Human Bondage in
Italy (Conjunctions of Religion & Power in the Medieval Past), Ithaca: Comell
University Press, 2001, bls. 80-81, 108. Þrátt fyrir þetta einkenni á lýsingum þræla
telur Epstein að Italir haíi almennt tengt neikvæða eiginleika við dökkt útlit, sbr. bls.
22-23, 46-47.
19 Postola sögar, bls. 320-21.
20 Um rökfærslustíl sjá Ian Hacking, ,,„Stíll“ fyrir sagnfræðinga og heimspekinga“,
þýð. Knstín Halla Jónsdóttir og Skúli Sigurðsson, Heimspeki á tuttugustu öld. Safn
merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar, ritstj. Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll
Jónsson, Reykjavík: Heimskringla, 1994, bls. 241-65.
51