Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 16
fÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Hvít og rauð blóðkorn I ÞETTA SINNIÐ MUN VERÐA FJALLAÐ UM nafngiftir á hvítum og rauðum blóðkornum. Iðorðasafnið greinir frá því að leukocyte og white blood cell megi kalla hvítkorn, hvítfrumu eða hvítt blóðkorn. Red blood cell og erythrocyte má kalla rauðkorn eða rautt blóðkorn. í íslenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar eru leukocytae kallaðar hvítar blóð- frumur eða hvítfrumur, en erythrocytae nefnast þar blóðtölur eða rauð blóðkorn. Læknisfræði- orðabók Blakistons segir fræðiheitið leukocyte komið úr grísku, þar sem leukos þýði hvítur eða litlaus og kytos þýði fruma. Erythrocyte er einnig komið úr grísku, þar sem erythros þýðir rauður. Hvítkorn, rauðkorn Orðið blóðkorn, í merkingunni fruma í blóði, er sennilega alveg fast í málinu, enda skýrt og þjált. Orðin hvítkorn og rauðkorn eru mun minna notuð, og fyrst og fremst í samsetningum, til dæmis rauð- kornafæð (erythropenia) eða hvítkornaríki (leuko- cytosis). í íðorðasafninu er leukocytosis reyndar þýtt sem hvítfrumnafjölgun, en undirrituðum finnst orð- myndin hvítkornaríki mun heppilegri. Gríski orðhlutinn -osis er oftast notaður um ástand, samanber amyloidosis og carcinomatosis, en fjölgun er ekki ástand heldur breyting á ástandi. Ríki gæti verið stytting á ríkidæmi og táknar þá auðveldlega það ástand, sem fram kemur eftir fjölgun. Fæð er á sama hátt ástand, en fækkun er sú breyting sem leiðir til fæðar. Samnefni í daglegu tali fer vel á því að nota heitin rauð blóð- korn og hvít blóðkorn, enda skilja bæði leikir og lærðir hvað við er átt. Hugsanlegt er einnig að orðin rauðkorn og hvítkorn geti orðið læknum töm og náð að festast í málinu og vissulega fara þau vel í samsetn- ingum og í ritmáli. Orðið blóðtala er að sumu leyti gott orð. Auðsæ er líkingin við tölu á flík, en hætt er við að fleirtalan blóðtölur geti valdið ruglingi. Orðin rauðfruina og hvítfruma eru einnig góð sem heiti á blóðkornum og mætti nota sem samnefni (synonym) til að auka fjölbreytni í orðavali. Hins vegar er það yfirlýst stefna Orðanefndarinnar að hverju erlendu fræðiheiti samsvari einungis eitt íslenskt heiti. Kyrningar Þegar kemur að tegundum og undirtegundum hvítra blóðkorna er vandinn meiri. Lítum fyrst á heiti þeirra blóðfrumna sem granulocytae kallast. íðorðasafnið gefur upp orðið kyrningar, en Læknisfræðiheiti G.H. nefna þær kornafrumur, kyrnikorn eða kyrninga. Við smásjárskoðun þekkjast fullþroska kyrningar af kornóttu umfrymi og sneplóttum kjarna. Þeim hefur frá fornu fari verið skipt í undirflokka eftir litunarviðbrögðum frymiskornanna. Þær frumur, sem binda basíska liti í frymiskornunun, eru því kallaðar granulocytae basophilicae, þær sem binda súra liti kallast granulocytae acidophilicae eða granulocytae eosinophilicac og þær sem hvorki binda basíska né súra liti kallast granulocytae neutrophilicae. Á læknaslangri heita þær basófílar, eósínófílar og njútró-, nojtró- eða nevtrófílar. Ið- orðasafnið gefur hins vegar upp heitin lútfíkill, eósínfíkill og hlutleysiskyrningur, en G.H. þýðir lýsingarorðin basophil sem lútsólginn, acidophil sem sýrusólginn og eosinophil sem eósínsólginn. í uppkasti Orðanefndar að íslenskri þýðingu á Nomina Histologica koma fyrir þýðingarnar lút-, sýru- eða eósínkœr eða -sœkinn. Ekkert af þessu leiðir til þjálla samsetninga, sem henta í daglegu starfi. Framhald í næsta blaði. FL 1990; 8(4); 4 Kyrningur Kyrningur er vafalítið gott heiti á granulocytus ef það er frátekið til þeirra nota. Vissulega kæmi einnig til greina að hafa orðið kyrningur almennara og nota það um allar kornóttar frumur. Síðan mætti velja samsett orð fyrir kornótt hvítkorn, til dæmis hvítkyrningur eða blóðkyrningur. Heppilegra er þó að velja stutt og þjál heiti á algeng fyrirbæri. Kymingur getur farið vel í samsetningum þegar verið er að nefna undirtegundir hvítkornanna, til dæmis getur granulocytus eosinophilicus heitið rauðkyrningur, vegna kornanna sem litast sterkrauð með eósíni, og granulocytus basophilicus gæti þá heitið blákyrn- ingur, á sama hátt dregið af sterkbláum lit frymis- kornanna eftir litun. Sýrusœkinn kyrningur og lút- sœkinn kyrningur eru hins vegar stirðlegar samsetn- ingar, sem vafalítið munu ekki ná mikilli útbreiðslu. Sýrukyrningur og lútkymingur eru óheppileg orð, 16 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.