Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 18
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
þetta hugtak, svo sem heilaþurrö, heilabrigö eða
heilaspell. Óskað er eftir fleiri hugmyndum og til-
lögum.
Heiti á æxlum
Þýðingar á heitum ýmissa sjúkdóma geta verið mjög
erfiðar, en sérstaklega á það við um heiti á æxlum,
bæði góðkynja og illkynja, því að æxli fá heiti eftir
ýmsum leiðum. Fyrrum voru ýmis æxli kennd við þá
lækna eða vísindamenn, sem fyrstir gerðu skilmerki-
lega grein fyrir þeim. Það nægir að nefna Wilms'
tumor og Ewing's tumor sem dæmi unt slíkt. Önnur
tóku nöfn eftir efnum, sem æxlin framleiddu, tU dæmis
insulinoma og mucinous carcinoma; frumugerð, til
dæmis basal cell carcinoma og squamous cell carci-
noma; eða útlitseinkennum, til dæmis papilloma,
cystadenoma og svo framvegis.
Kerfisbundnar nafngiftir eiga sér einnig langa
sögu og eru meðal annars gagnlegar til að auð-
velda samanburð á árangri meðferðar. Ymist er þá
miðað við vefjauppruna, frumugerð eða önnur
atriði, sem gefa lýsingu á útliti eða eðli hvers æxlis.
Mörg af þessum kerfisbundnu heitum verða löng
og flókin, til dæmis large cell carcinoma, non-
keratinizing type, og verða af þeim sökum tæpast
þýdd lipurlega á íslenska tungu.
Stefnumörkun
Því má spyrja um stefnumörkun í þýðingum á heitum
æxla, en ýmislegt virðist koma til greina á því sviði. I
fyrsta lagi mætti fylgja þeirri meginstefnu, sem tekin
hefur verið við þýðingar á heitunum í Nomina Ana-
tomica og Nomina Histologica, og þýða beint yfir á
íslensku, bæði orð og orðhluta. Þetta hefur þann kost
að kerfissetningin kemst vel til skila, en þann ókost
að ntörg heitin verða löng og flókin. I öðru lagi mætti
fylgja þeirri stefnu, sem er að verulegu leyti viðhöfð
við nafngiftir lyfja, að þýða sem minnst, en færa þess
í stað fræðiorð til hljóðréttrar íslenskrar stafsetn-
ingar.
Þess konar samræming við erlend heiti getur
verið æskileg, en hætt er við að ýmsum þyki niður-
læging í því fólgin að nota ekki séríslensk heiti
þegar það er hægt, enda hafa mörg æxlisheiti
þegar verið íslenskuð svo að sómi er að. Nefna má
nokkur vel þekkt dæmi. Latneska orðið canccr er
notað um illkynja æxli, en þau fá heitið krabbi á
íslensku. Tveir meginflokkar illkynja æxla eru
carcinoma (G: karkinos = krabbi), og sarcoma (G:
sarx = kjöt- eða holdkenndur útvöxtur). Carci-
noma eru illkynja æxli af þekjuvefsuppruna og
kallast á íslensku krabbamein, en sarcoma eru hins
vegar af stoðvefjauppruna og nefnast sarkmein.
Þessi aðgreining er gagnleg, en hins vegar er orðið
krabbamein oftast notað sem samheiti um öll ill-
kynja æxli og því má segja að æskilegt væri að
finna nýtt samheiti á illkynja æxli af þekjuvefsupp-
runa. Jafnframt væri rétt að huga að kerfisbundn-
um en liprum nafngiftum til aðgreiningar á góð-
kynja og illkynja æxlum, eins og gert er á latínu
ineð heitunum adenoma og adenocarcinoma eða
leiomyoma og leiomyosarcoma.
Gamalt sendibréf
Prófessor Ólafur Bjarnason, fyrrum ritstjóri Lækna-
blaðsins, skaut að undirrituðum sendibréfi úr rit-
stjóratíð sinni: „Kœri ritstjóri Lœknablaðsins! Það
er sagt að lœknamál nú á dögum sé ömurlegust ís-
lenska bœði í rœðu og riti síðan Kansellístíllinn var
aflagður. Þó finnst mér það brot á öllu velsœmi að
fara að prenta hluta af Lœknablaðinu á dönsku
(samanber 2. hefti '63) og það jafnvel grein eftir ís-
lenzkan höfund. Það er líkast því að skjóta sjúk-
ling, sem er að vísu dálítið lasinn en engan vegin
ólœknandi. Collegialiter. “ (Sign).
Þetta bréf er birt til gamans og til að sýna að á
öllum tímum hafa læknar haft ákveðnar skoðanir á
því hvernig staðið skuli að málvernd í læknisfræði.
Læknaslangur
Íðorðasmíð, þýðingar og stöðlun ritmáls í Lækna-
blaðinu duga þó ekki til að ráða bug á því lækna-
slangri sem við látum okkur um munn fara dag
hvern. Áður hefur verið drepið á nauðsyn þess að
taka til hendinni við málvöndun í gögnum og skýrsl-
um heilbrigðiskerfisins. En við verðum einnig að
vanda okkur á fundum, í kennslustundum og hvar
sem rætt er um læknisfræðilegt efni.
Tilefni þessara orða er annars ágætur læknis-
fræðilegur fyrirlestur sem undirritaður hlýddi á
fyrir skömmu. Þar mátti heyra læknaslangur eins
og það gerist verst. Auk ótal fræðiheita hirti fyrir-
lesari ekki um að þýða orðin: data (gögn, upplýs-
ingar), stúdía (rannsókn, könnun), Iesjón (mein-
semd), test (próf), fatal (banvænn), abnormal
(óeðlilegur), extensívur (stór, útbreiddur), lókalí-
serað (staðbundið) og intressant (áhugaverður).
Er nema von að manni blöskri!
Tillögur óskast
Að lokum er lýst eftir tillögum að þýðingum á nokkr-
um fræðiorðum: adenolymphonia, anisocytosis,
atopy, dispermy, dystaxia, epitope, epithelioid cell,
fcncstration, eventration, fibrosing, gynandro-
blastoma, homocytotropic, hydropericarditis,
normokalemic og mesangial cell.
FL1990; 8(6); 16-17
18 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87