Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 34
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
Við íslenskun fræðiorðsins þarf að huga að því
hvort leyfa eigi sömu merkingarþróun á íslenska
orðinu, til dæmis hvort orðið meltingartruflun eigi
að vísa eingöngu til einkenna frá efri hluta melt-
ingarvegar eða hvort það eigi að ná yfir einkenni
frá meltingarveginum öllum, þannig að finna verði
nýtt orð fyrir hugtakið dyspepsia. Síðari kosturinn
er án efa fýsilegri. Pað hlýtur að vera óæskilegt að
taka almenn orð sem eru vel þekkt og viðurkennd
í almennri notkun og gefa þeim sértæka fræðilega
merkingu.
Melting
Fræðiorðið melting er sömu merkingar og latneska
orðið digestio, en aðalmerking þess er sundrun fæðu
í meltingarvegi þannig að fæðuefni geti frásogast.
Hugtakið að baki orðinu dyspepsia felur hins vegar
ekki í sér truflun á meltingu í þessum þrönga skiln-
ingi. I daglegu tali er orðið melting auk þess oftast
notað sem almennt samheiti um alla þá starfsemi sem
fram fer í meltingarvegi. Stundum virðist melting vísa
enn frekar í það sem gerist í neðri hluta meltingar-
færa, þannig að orðið meltingartregða er notað þegar
verið er að ræða um hægðatregðu (constipatio).
Þó hægðatregða sé ekki til umræðu í þetta
sinnið þá rifjast það nú allt í einu upp að margir
eldri læknar gera skíran greinarmun á latnesku
orðunum constipation og obstipation. þannig að
hið fyrra merki hœgðatregða en hið síðara hægða-
Þina
I TVEIMUR SÍÐUSTU PISTLUM HEFUR VERIÐ
fjallað um hugtakið dyspepsia. Nú er víst
mál að linni. Stungið var upp á að orðið
nieltingarónot eigi betur við um fyrirbærið en
þýðingar íðorðasafnsins, meltingartruflun og
meltingartregða. Æskilegt væri þó að finna enn
styttra og liprara heiti. Til dæmis má stytta fyrri
orðhlutann og tala um nieltuónot.
Orðið kveisa hefur verið notað um magaverki
og innantökur, en er hins vegar þegar frátekið til
að nota um hugtakið colic, krampakennd verkja-
köst í kviði, þannig að mcltukveisa gengur tæpast.
Ef tiþvill mætti í staðinn endurvekja og umsnúa
merkingu orðins kveiða (kveifa, hugleysingi) til
þessara nota og nefna síðan umrætt „heilkenni ein-
kenna frá efri hluta meltingarvegar“ meltukveiðu.
Geti einhver gert enn betur væri vel þegið að heyra
um það.
Bréf frá Akureyri
Magnús Stefánsson, læknir á Akureyri, sendi nýlega
bráðskemmtilega hugleiðingu um íslenskt læknamál.
Með leyfi hans verða hér birtir kaflar úr bréfinu.
stífla. Þetta virðist að mestu horfið úr læknisfræði-
orðabókum og þessi tvö orð eru nú oftast tilgreind
sem samheiti. Þarna hefur því átt sér stað merk-
ingarlegur samruni tveggja fræðiorða, ef til vill að
skaðlausu, en þó er alltaf viss eftirsjá að orðum
sem geta aðgreint hugtök. Einföldun er ekki alltaf
til góðs. Notkunarþróun orðsins dyspepsia kallar
einmitt á nýja sundurgreiningu á hugtökum, þannig
að með einhverju móti sé hægt að aðgreina þá
samstæðu einkenna sem vísar til efri hluta melt-
ingarvegar, frá þeim samstæðum sem vísa til ann-
arra hluta meltingarvegar, svo sem gallvega og
ristils.
Þýöingartilraunir
Fyrrgreind einkenni, verkir, brjóstsviði, fyllitilfinn-
ing, ógleði, uppþemba og svo framvegis, eru öll
óþægileg og því mætti ef til vill nota samheitið
meltingarónot um dyspepsia í víðustu merkingu, um
öll óþægileg einkenni frá meltingarvegi. Lipurt er það
vissulega ekki, en hins vegar auðskiljanlegt og getur
vel komið að gagni í viðtali. „Ertu með meltingar-
ónot?“ „Hver eru þau?“ „Hvernig lýsa þau sér?“ Til-
raunir til meiri nákvæmi, svo sem hcilkcnni melt-
ingarónota, eru varla æskilegar þegar rætt er við
leikmenn. Umræðan hefur nú teygst á langinn, en
vonir standa til að henni megi ljúka í næsta blaði.
FL1991; 9(12); 9
Millifyrirsagnir eru gerðar af undirrituðum. Gefum
svo Magnúsi orðið:
Þáttur Helga
„Hins vegar var það á fögru kvöldi síðastliðið vor,
að við Helgi Valdimarsson vorum á tölti um holtin
ofan við Illugastaði í Fnjóskadal, niðursokknir í
viskulegar samrœður þegar prófessorin spyr allt í
einu og úr öllu samhengi við umræðuefnið: „ Þekkir
þú orðið þynur?“ Mér varð það á að hvá, enda
„kom þetta á mig bláan og beran“ eins og haft var
að orðtaki á mínum árum í lœknadeild og haft eftir
öðrum prófessor, sem stundum sagðist vera vafa-
samur, ef hann efaðist um eitthvað. En Helgi hélt
áfram: „Til mín kom fyrir nokkrti öldruð kona,
ætluð að vestan og sagðist vera haldin þynum. Hún
var með urticaria. “ Eftir að hafa liðsinnt konunni
rœddi prófessorinn við hana um þetta orð, sem hún
sagði hafa verið notað í bernsku sinni um þess hátt-
ar útbrot. Helgi komst helst að þeirri niðurstöðu, að
þarna væri um að rœða kvenkynsorð í fleirtölu og
sennilega ritað með Y. “
X
34 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87