Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 42
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 munu nú til dæmis vera að vinna að breytingum á stimpilklukkunni blessaðri og mun hún hér eftir þylja þrívegis í hvert sinn sem starfsmaður stimplar sig út: „ Vertu nú blessaður og þakka þérfyrir. “ eða „ Vertu nú blessuð og þakka þérfyrir. “ Gert er ráð fyrir að þannig megi að minnsta kosti gefa starfs- Ónæmiskerfið Örn Bjarnason, ábyrgðarmaður og ritstjóri Læknablaðsins, setti fram ósk um að íslenskun nokkurra heita og fræðiorða úr ónæmiskerfinu væri tekin til athugunar. Hann hafði verið að lesa grein sem birta átti í blaðinu og hnaut um enska fræðiheitið coinplement sem ekki var íslenskað. I tilefni af því rifjaðist upp sú staðreynd að ýmis íslensk heiti á fyrirbærum í ónæmiskerfinu hafa átt erfitt uppdráttar, þrátt fyrir hetjulega baráttu þeirra sem kerfinu unna mest. Ónæmiskerfið er að sönnu margþætt og starfsemi þess flókin, þannig að djúpvitur umræða um alla innviði þess er ekki á færi annarra en fárra sérfræðinga. Því má vera að mörg heitin nái lítilli útbreiðslu og að íslensku orðin festist ekki í fræðimálinu. A hitt ber þó að líta að ónæmis- og ofnæmisviðbrögð koma til álita við rannsóknir á eðli mikils fjölda sjúkdómsbreytinga, allt frá sýkingum til krabbameina. Ónæmisfræðin snertir því flestar greinar læknisfræðinnar og helstu hugtök hennar ættu að vera læknum vel kunn. Auk þess eru hugmyndir um ofnæmi af ýmsu tagi ofarlega á baugi hjá almenningi um þessar mundir og ekki er ólíklegt að sjúklingar vilji ræða við lækni sinn á íslensku um það sem þeim er efst í huga hverju sinni. Vera má þó að fræðiheitið complement sé ekki það sem fyrst ber á góma í slíkri umræðu, en hver veit hvað verður! Complementum Iðorðasafnið þýðir complement með íslensku orðun- um hjástoð og mögnuður. Complementum er komið úr latínu, væntanlega af sagnorðinu compleo, sem táknar að fylla, fullgera, bœta við, Ijúka, koma til leiðar, gera heilt eða gera fullkomið. Enska orðið complement má finna í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs og eru helstu merkingarnar þessar: 1. upp- fylling, viðbót; 2. full tala; 3. sagnfylling; 4. það sem á vantar að bogi eða horn sé 90 gráður; 5. fylli- mengi; 6. fyllitala; og 7. mögnuður. Merkingin er nánast sú sama í öllum þessum tilvikum, complement fyllir upp eða bœtir við því sem á vantar. Svipuð mönnum gott fordæmi, ef ekki fullnægjandi sjúk- dómsinnsýn, og koma í veg fyrir að leggja þurfi starfsmennina inn til frekari meðferðar í dýrmæt- um (auðum!) sjúkrarúmum deildanna. FL 1992; 10(8); 4 merking hefur án efa verið lögð til grundvallar þegar orðið complement var tekið til notkunar í ónæmis- fræðinni. I enskum ónæmisfræðibókum er notað heitið the coniplemcnt system um kerfi eða keðju fjöl- margra, samverkandi prótína, sem finna má óvirk í plasma, en virk í vefjum þar sem ónœmis- og of- nœmisviðbrögð hafa komið fram. Þessi virku efni valda meðal annars aukinni gegndræpni æða, leiða til efnasækni bólgufrumna, auðvelda sýklaát bólgu- frumna og brjóta niður frumu- og bakteríuveggi. Þannig uppfylla þau eða koma til leiðar ýmsum þáttum í þeirri starfsemi ónæmiskerfisins, sem nauðsynleg er í baráttunni gegn sýklum, en á hinn bóginn taka þau einnig þátt í ofnæmis- og sjálf- næmisviðbrögðum og valda þar auknum skaða með ofangreindri verkun sinni. Þá er spurt: Hvaða íslensk orð hæfa best slíku kerfi? Hjástoð, mögnuður Við fyrstu sýn virðist hvorugt þessarra orða neitt af- bragð. Undirritaður hefur þó leitast við að nota heitið hjástoð í meinafræðikennslu nokkur undanfarin ár og er það því orðið honum sæmilega munntamt. Hjá- stoðarkerfi eða hjástoðarkeðja eru sæmilega liprar samsetningar, en orðið hjástoð eitt sér er ankannalegt og minnir á hjárænu og hjábragð (sem reyndar finnst ekki í orðabókum undirritaðs). Samsetningin hjástoð hljómar nánast eins og tvítekning, stoð hefði getað dugað ef heitið stoðkerfi væri ekki þegar frátekið. Ónæmisstoð eða næmisstoð eru ekki sérlega aðlað- andi við fyrstu sýn. Komið hefur fram uppástunga um að comple- ment verði kallað efli því að kerfið eflir verkun ónæmiskerfisins. Einnig má leita uppi og prófa, bæði stök og í samsetningum, ýmis gömul orð sem merkja stoð, fylla eða viðbót, svo sem stytta, spilka, hlít, fild, fylld, ábót, álag og tilbót. FL1992; 10(9); 10 34 42 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.