Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 56
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 kölluð íferð. Sú þýðing þarf einnig að komast inn í Iðorðasafnið, en gagnar sjálfsagt ekki við ofangreint hugtak. Invasive research nefnir íðorðasafnið inn- gripsrannsóknir, en segja verður að hvorki lág- marksinngripsmeðferð eða lágmörkuð inngrips- meðferð uppfylli skilyrðið sem sett var um „þægilegt samheiti“. Nú er óskað eftir betri hugmyndum. Asthma Islenska heitið á sjúkdómnum asthma er svolítið á reiki. Sumir nota orðið í hvorugkyni,/;«c3 astmað, en aðrir í karlkyni, hann astminn. Þetta er sjálfsagt í lagi, en til viðbótar er framburðurinn orðinn svo linur að „téið“ heyrist ekki og gjarnan er sagt „assma“ eða „assmi“. Því hafa suntir sleppt „téinu" í rituðu máli einnig, og skrifa asma eða asnii. Þetta finnst undir- rituðum rökrétt, en hver eru nú viðbrögð þeirra sem telja sig málið varða? FL 1994; 12(1); 4 Fimmtugasti pistillinn Íðorðapistlar hafa nú birst reglulega frá því í janúar 1990. Hugmyndin að slíkum orðapistlum kom fram eftir að undirritaður hafði fengið birtan ritdóm um íðorðasafn lækna í maí- hefti Fréttabréfs lækna 1989. Formaður Orðanefndar læknafélaganna og þáverandi ábyrgðarmaður Læknablaðsins, Örn Bjarnason, sá strax leik á borði og hvatti til þess að undirritaður tæki að sér efnisöflun og umsjón íðorðapistils. I febrúar-pistlinum það ár var áætluninni lýst með þessum orðum: „5VO hefur um samist að undirritaður leggi til efni fyrst um sinn. Það er þó að nokkru leyti undir viðtökum les- endanna komið hvert framhaldið verður. Lœknar og aðrir þeir, sem Fréttabréfið lesa, eru hér með beðnir um að koma á framfœri athugasemdum í orðaþáttinn og tillögum, sem gœtu komið að gagni við vinnslu og endurskoðun íðorðasafns lœkna.“ Nóg hefur borist af ábendingum og fyrirspurnum frá læknum, þannig að aldrei hefur skort efni í pistil- inn. Ekki eru nokkur tök á því að gera því öllu skil, en öllu er haldið til haga og verður tekið til ræki- legrar athugunar. Fyrirspurnir og ábendingar eru alltaf velkomnar og þökk ber öllum þeim sem áhuga sýna. Undirritaður hefur haft mikla skemmtun af því að skrifa pistlana og af því að vinna þá forvinnu sem nauðsynleg er í hvert skipti. Óskir og tilmæli um að aðrir læknar tækju að sér einn og einn pistil hafa hins vegar lítinn árangur borið, einungis tveir af þessum 50 eru ritaðir af öðrum. Væntanlega er slíkt þó ekki með öllu útilokað þó að síðar verði. Þó að „önnur verkefni, leti og almenn vesöld“ komi stundum í veg fyrir framkvæmdir, eins og segir í fyrrnefndum ritdómi, þá eru engin áform um að hætta pistlaskrifum að sinni. Ljóst er að áhugi lækna á málvöndun er smátt og smátt að aukast. Víst er líka að strangar kröfur Læknablaðsins um vandað mál á fræðigreinum íslenskra lækna leggja lóð á rétta vogarskál. Þá gerir almenningur einnig auknar kröfur til lækna og annarra heilbrigðis- starfsmanna um að skrif þeirra, umræður og út- skýringar séu á íslensku en ekki á „læknamáli“. Þáttur Víkverja Víkverji Morgunblaðsins 5. janúar 1994 stakk upp á því að „eitt allsherjar málhreinsunarátak“ væri besta gjöf sem þjóðin gæti gefið sjálfri sér í tilefni af 50 ára lýðveldisafmælinu. Hann sagði síðan orðrétt: „Þar mega engar eftirlegukindur halda að þœr séu yfir málvernd og málhreinsun hafnar.“ Síðan gagnrýndi hann málfar lækna með þessum orðum: „... ogfrómt frá sagt skildi Víkverji minnst afþví sem lœknarnir sögðu við hann, og alls ekki neitt, þegar þeir rœddu sín á milli, þar sem krankleiki skjólstœðings Vík- verja var umrœðuefnið. Ekki var um enskuskotið tungutak að rœða, heldur latínuskotið.“ Taka rná undir gagnrýni Víkverja hvað varðar þau orð læknanna, sem honum voru ætluð. Illt er til þess að vita ef læknar hafa það fyrir sið að ræða við sjúklinga sína eða umboðsmenn þeirra á slíku slangurmáli að þeir skilji ekki. Hvort læknum leyf- ist að ræða sín á milli á „læknamáli“ um vandamál eða krankleika sjúklinga sinna, er hins vegar önnur saga. Víkverji þessi sagði enn fremur, að brýnt væri að þýða á íslensku þau nafnorð, orðasambönd og hugtök, sem læknar nota í starfi sínu, og að gera notkun þeirra virka. Honum er greinilega ókunn- ugt urn íðorðasafn lækna, sem er séríslensk læknis- fræðiorðabók með um 30 þúsund fræðiorðum, enskum og latneskum, sem þýdd hafa verið á ís- lensku. En þó að útgáfa íðorðasafnsins sé hreint þrekvirki og til mikils sóma fyrir læknafélögin, þá er vissulega ekki nóg að gert fyrr en íslensku fræðiheitin eru komin í almenna notkun. Hafi Víkverji þökk fyrir gagnrýnina. Alexithymia Fyrst á annað borð er farið að nefna blaðamenn þá má geta þess að Jónína Leósdóttir, blaðamaður hjá Fróða hf„ hringdi og bað um aðstoð við að finna ís- lenskt heiti á fræðihugtakið alcxithymia. Því var fljót- svarað að orðið fannst hvorki í íðorðasafninu né í þeim erlendum læknisfræðiorðabókum, sem undirrit- uðum voru tiltækar. 56 Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.