Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 57
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Alexia er af grískum uppruna, a- er neitandi forskeyti og lexis merkir orð eða setning. Hug- takið er skilgreint þannig að á skorti um skilning á rituðum orðum og rituðu máli. Algengasta ís- lenska þýðingin nrun vera lesblinda. íðorðasafnið gefur reyndar einnig upp lesstol og lesblindni. Thymia finnst ekki í íðorðasafninu, en er einnig komið úr grísku. Skýringu á uppruna þess er að finna í læknisfræðiorðabók Stedmans, en orðið thymos var notað um hug eða hjarta sem aðsetur sterkra tilfinninga eða ástríðna. Orðabók Blak- istons skýrir frá því að thymia sé notað til að tákna hugarástand. Eftir langt og skemmtilegt samtal kom okkur Jónínu saman um að alexithymia væri eins konar tjáningarskortur tilfinninga. Undirritaður stakk þá upp á því að nota rnætti eitt af orðunum tilfinn- ingahefting, tilfinningatregða, tilfinningablinda eða tilfinningastol um þetta fyrirbæri. Smáskurðarmeöferð Pá hringdi Þórarinn Guðnason, fyrrum skurðlæknir á Borgarspítala, vegna fyrirspurnar í síðasta pistli, og lagði til að sú tegund meðferðar, sem á ensku kallast minimally invasive therapy, verði nefnd smáskurð- armeðferð (ritvilla, sjá 51. pistil). Þá benti Þórarinn á það að heitið leysir hefði misritast í síðasta pistli. Enska orðið laser er svo- kallað acronym, myndað úr fyrstu stöfum annarra orða, úr orðunum light amplification by stimulated emission of radiation. Islenskt heiti á acronym fannst ekki í orðabókum, en stungið er upp á ný- yrðinu stafnefni. Því má bæta við að íslenska alfræðiorðabókin lýsir leysinum þannig að hann sé tæki sem sendi út „grannan og sterkan samfasa ljósgeisla.“ Um notagildi leysis er þar sagt að það „byggist á miklum orkuþéttleika og skarpri afmörkun geislans sem nýtist annars vegar við ákvörðun á stefnu og fjarlœgð og við fjarskipti um Ijósleiðara, og hins vegar við smásœja borun og málmsuðu, fínlegar skurðaðgerðir og hugsanlega til að koma afstað kjarnasamruna.“ Co-morbidity department Tómas Helgason, prófessor, bað fyrir ósk um tillögur að íslensku heiti á sjúkradeild þar sem fram færi greining og meðferð sjúklinga með fleiri en eina tegund kvilla, til dæmis þunglyndi og kvíða, of- neysluvandamál og þunglyndi eða þunglyndi og vit- glöp (dementia). Vafalítið verður erfitt að finna heiti sem er eins lipurt og geðdeild, en hvað með fjöl- kvilladeild? FL1994; 12(2); 8-9 Munnleiðis - hjáleiðis Gísli G. Auðunsson, læknir á Húsavík, hringdi fyrir nokkuð löngu, eða á miðju hausti, og kynnti hugmynd að íslenskun lýsingarorðanna oral og parenteral þegar þau eru notuð til að lýsa leið næringargjafar. Latneska nafnorðið os (ef.et. oris, ft. ora) merkir munnur á sama hátt og gríska nafnorðið stoma (ft. stomata). Lýsingarorðið oral er notað til að lýsa mörgu því sem munninum tilheyrir, til dæmis í samsetningunum oral cavity, munnhol, og oral mucosa, munnslímhúð. Iðorðasafn lækna notar orðhlutann munn- til að þýða lýsingarorðið oral. Oral nutrition, næring sem gefin er um munn, ætti samkvæmt því að vera munnnæring. Gísli segist hins vegar oftast gefa fyrirmæli um að næring eða lyf séu gefin munnleiðis. Eins má að sjálfsögðu mæla fyrir um að slík næring eða lyf séu gefin um munn. Næring sem ekki er gefin munnleiðis er gjarnan nefnd parenteral nutrition. Forskeytið para- er komið úr grísku og merkir hjá, meðfram eða nœrri. Enteron er einnig komið úr grísku og merkir þarmur eða görn. Lýsingarorðin parenteral og paraoral eru notuð um næringar- eða lyfjagjöf sem fer fram á annan hátt en um munn og meltingar- veg, oftast er þá átt við gjöf í æð. Gísli nefnir slíkt að gefa hjáleiðis. Fyrirmælin: „Gefist munnleiðis“ eru auðskilin og lipur, þó ekki séu þau marktækt betri en „Gefist um munn“. Fyrirmælin „Gefist hjáleiðis“ eru lipur en ekki óyggjandi, því að lyf, sem ekki eiga að fara um meltingarveg, má hugsanlega gefa í æð, undir húð, í vöðva og svo framvegis. Ekki virðist ástæða til að takmarka merkingu heitisins parenteral við eina af þessum leiðum lyfja, vökva og næringargjafar. Sett'ann á oral alimentation! Rétt er líklega að nota nú tækifærið og gera athuga- semd við þann leiða sið að gefa fyrirmæli um að sjúklingur sé settur „á“ lyf eða „á“ næringu. Ólíkt íslenskulegra er að heyra sérfræðing segja við að- stoðarlækni sinn: „Gefð 'onum nœringu munnleiðis!“ eða „Láttu gefonum nœringu um munn!“ Það hefur alltaf látið illa í eyrum undirritaðs að heyra að sjúk- lingar séu settir „á“ lyf, „á“ næringu, „á“ vökvameð- ferð, „á“ rúmlegu eða „á“ öndunarvél. Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.