Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 103

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Page 103
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 tára verði aðalheitið. Nefna má hliðstæðurnar hvíta (sclera), glæra (cornea), æða (choroidea), lita (iris) og sjóna (retina). Conjunctivitis verður þá tárubólga, sem er mun liprara en augnslímhúðar- bólga, augnslímubólga eða slímubólga í augum. Enska lýsingarorðið vernal er komið úr latínu þar sem vernus er notað um það sem tengist eða líkist vorinu. Læknisfræðiorðabók Stedmans gefur meðal annars upp ensku samheitin allergic con- junctivitis og spring conjunctivitis. Pá sýnist liggja næsta beint við að heitið vernal conjunctivitis verði vortárubólga á íslensku. Ofnæmistárubólga kemur einnig til greina, en þá tapast tilvísunin í árstíðina, sem gæti verið nytsamleg til þess að gera heitið eftirminnilegt. Gaman væri að heyra af öðrum hugmyndum. Percentile Á minnismiða frá í febrúar er beiðni um að skoða hugtakið percentile. Orðabók Stedmans lýsir þannig (í þýðingu undirritaðs): Staða einstaklings ísérstakri röð, gefin upp með því að tilgreina ofan við hvaða hundraðshlutfall afhópnum hann (eða hún) lendir. Iðorðasafn lækna tilgreinir þýðinguna hundraðsmark og sér undirritaður enga ástæðu til að betrumbæta það. Dæmi: einstaklingur, sem er hærri vexti eða þyngri en níutíu af hundraði (90%) viðmiðunarhóps- ins, lendir ofan við nítugasta hundraðsmark. Hreyfni Þorkell Jóhannesson, prófessor, sendi tölvupóst og vildi koma á framfæri hugmynd. Ýmis heiti sem lýsa hreyfitruflunum enda á -kinesia, en gríska nafnorðið kinesis merkir hreyfing. Þorkell segist hafa tekið það upp fyrir 14 árum að nota orðhlutann -hreyfni til að tákna tegund eða eðli hreyfinga þegar hann var að þýða heiti sem enda á -kinesia. Hann segir hreyfni myndað með hliðsjón af bægni, svo sem í meinbægni, og tilgreinir nokkur dæmi. Af þeim skulu hér ein- ungis nefnd seinhreyfni fyrir bradykinesia og of- hreyfni fyrir hyperkinesia. Þetta er athygli verð hug- mynd sem verður rædd síðar. Lbl 1998; 84: 505 Akathisia, óeirð Ingvar Kristjánsson, geðlæknir, hringdi og bað um aðstoð við íslenskun á akathisia. Undirritaður kannaðist ekki við að hafa séð heitið eða heyrt af því áður og fann það hvorki í íðorðasafni lækna né í íslenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar. Ingvar útskýrði hugtakið og staðfestingar fengust í erlendum læknis- fræðiorðabókum. Heitið er notað um sérkennilegt eirðarleysi sem getur komið fyrir sem aukaverkun við notkun tiltekinna sefandi geðlyfja, einkum fentíasínlyfja. Læknisfræðiorðabók Stedmans lýsir fyrirbærinu þannig: heilkenni sem einkennist af því að geta ekki setið kyrr, vegna hreyfióróa og vöðvatitrings, getur komið fyrir sem hliðarverkun við sefandi geðlyf. Líf- og læknisfræðiorðabók Wileys tekur í sama streng, en bætir því við að akathisia geti einnig verið sjaldgæft merki um Parkinsons sjúkdóm. Upphaflega hafi þetta heiti þó verið notað um kvíðaröskun sem einkenndist af kvíða, ofsahrœðslu eða hugsýki og krömpum við tilhugsunina um það að setjast niður. Heitið er komið úr grísku þar sem a- er neitandi forskeyti og kathisis er það að vera sitjandi. Ingvar lýsti því mjög myndrænt hvernig sumir sjúklingar, sem þyrftu stóra skammta af slíkum lyfjum, til dæmis vegna geðklofa, schizophrenia, gætu verið tvístígandi og á stöðugri hreyfingu fram og til baka. Það fyrsta, sem í hugann kom eftir þessa lýsingu, var einfaldlega órói. Með því að fletta fram og til baka í Samheitaorðabókinni fundust fleiri orð, sem ef til vill gætu einnig komið til greina: eirðarleysi, eiruleysi, friðleysi, óeirð, ókyrrð, óróleiki, óþreyja, stjákl og viðþolsleysi. Stjákl virðist til dæmis henta vel fyrir þann fóta- burð sem Ingvar lýsti og óþreyja eða viðþolsleysi virðast einnig lýsa hegðun sjúklinganna dável. Allt eru þetta þó almenn orð og ekki er víst að skyn- samlegt sé að taka þau til afnota sem sértæk læknisfræðileg heiti. Hins vegar mætti búa til sam- setningar þar sem fram kæmi eitthvað um orsök eða eðli óróans. Skoða þarf vel hversu lýsandi heitið þarf að vera. Óelrð Þó að akathisia vísi sérstaklega í það að geta ekki setið kyrr, þá er ekki víst að íslenska heitið þurfi að gera hið sama. Tilvísun í lyfin getur verið fullt eins æskileg eða tilvísun í vöðva eða vöðvatitring. Vand- inn verður síðan sá að finna jafnvægi milli hæfilegrar nákvæmni í lýsingu og viðráðanlegrar orðlengdar. Þó að menn geti sætt sig við ýmsar langar og nákvæmar samsetningar í sjaldgæfum líffæraheitum, þá er slíkt ekki vinsælt í heitum sem eru í daglegri notkun. Að þessu sögðu má koma með nokkur dæmi. Lyfjaórói og vöðvaórói eru sæmilega stutt og lipur heiti en mjög almenn. Vera má að lyfjnócirö eða vöðvaóeirð henti betur til að gefa í skyn eitthvað um viðþolsleysið sem virðist þjá sjúklingana. Fentíasín-óeirð eða fentíasín- stjákl eru heldur lengri samsetningar en með öllu Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.