Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 122

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 122
[ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Ascending, mesenchyma Hildur Harðardóttir, kvensjúkdóma- læknir, sendi tölvupóst og sagðist vera að leita að íslensku samheiti á sýkingum sem berast til fósturs frá fæðingarvegi móður. Sýkingarmátinn er á ensku nefndur „ascending", og byggist sú nafngift á því að sýklarnir eru taldir berast upp úr leggöngum eða leghálsi og brjóta sér leið gegnum belgi til fósturs í legi. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs greinir frá því að enska sögnin to asccnd merki: 1. rísa, stíga upp, hækka. 2. klífa, fara upp (e-ð), stíga upp eftir (e-u), ganga á (fjall). íðorðasafn lækna birtir enska lýsingarorðið ascending, hœkkandi, rísandi, og það latneska ascendens, hœkkandi, ris-. Ekkert af þessu hugnaðist Hildi til að íslenska hið sam- setta heiti ascending infection. Hjá undirrituðum varð ekki nein stórkostleg hugljómun og leitað er til lesenda um aðstoð. Fyrstu tillögur eru þessar: uppgengin sýking, uppkomin sýking, uppstigin sýking eða upprásarsýking. Mesenchyma Tvær fyrirspurnir hafa borist varðandi íslenskt heiti á því fyrirbæri sem á ensku nefnist mesenchyme og á latínu mesenchyma. I Iðorðasafni lækna, LM- heftinu frá 1988, er vefurinn nefndur fóstur- bandvefur, en í Fósturfræðiheitunum frá 1995 var tekið upp heitið bandvefskím. Önnur fyrirspurnin er vegna heitis á sérkennilegu og sjaldgæfu æxli, sem á ensku nefnist mesenchymal hamartoma, en hin vegna heitis á þeim stofnfrumum blóðmyndunar sem á ensku nefnast mesenchymal stem cells. Örlítil fósturfræði Fyrst eftir að fósturvísisdiskurinn, discus embryonicus, myndast er hann tvílaga. Lögin tvö eru fósturvísisútlag, ectoderma embryonicum, sem myndar meðal annars húðþekjuna, og fóstur- vísisinnlag, endoderma embryonicum, sem myndar meðal annars slímhúðarþekju loftvega, meltingar- vegar og þvagfæra. Milli laganna tveggja birtist svo fósturvísismiðlagið, mesoderma, en úr því verða síðar til brjósk, bein, vöðvar, æðar, bandvefur og blóðmyndandi vefur. Frumurnar í miðlaginu mynda mjög snemma fyrrnefndan, lausgerðan fósturbandvef, mesenchyma, sem fengið hefur íslenska heitið bandvefskím. Læknisfræðiorðabækur lýsa mesenchyma þannig að um sé að ræða frumstæðan fósturbandvef sem síðar þróist í ýmsa stoðvefi. Vefurinn er gerður úr lítið þroskuðum (frumstæðum) bandvefsfrumum, sem gjarnan eru stjörnulaga, og úr hlaupkenndu millifrumuefni og bandvefstrefjum. Örlítil orðfræði Latneska heitið mesenchyma er reyndar grískt að uppruna, myndað úr forskeytinu mes-, sem táknar mið-, miðju- eða milli-, og samsetta nafnorðinu enkyma, sem táknar seyði, áhelling eða innrennslisvökvi. Gríska forskeytið en- táknar í, inni í eða inn í og chymos er vökvi. Segja má því að enkyma sé innvökvi, vökvinn inni í vefnum. Heitið hamartoma er einnig af grískum uppruna, myndað úr nafnorðinu hamartia sem merkir villa, mistök eða bilun, jafnvel líkamsgalli, og viðskeytinu -oma, sem nú merkir æxli, en er sagt upphaflega hafa verið notað um ýmsar sjúklegar fyrirferðir, bæði bólgur og œxli. Iðorðasafn lækna þýðir hamartia með vaxtarvilla og hamartoma með íslenska heitinu vaxtar- villuœxli. Enska heitið stem cell hefur fengið hina ágætu íslensku þýðingu stofnfruma. Tæpast er hægt að gera betur. Til skilgreiningar á stem cell segir læknisfræðiorðabók Stedmans: 7. sérhver forfruma; 2. fruma sem getur af sér dótturfrumur sem þróast í aðrar frunmtegundir. Tillögur I bili er um fátt annað að ræða en bandvefskíms- 122 Kristín Ólafsdóttir, læknir, hefur ekki verið í neinum vafa um það hvort heitið væri rétt að nota. í bók sinni, Heilsufræði handa húsmæðrum, Reykjavík 1943, segir hún meðal annars í kafla sem ber heitið Meðferð ungbarna: „Ungbörn eiga að nærast á brjóstamjólk. Hún ein er eðlileg fæða handa þeim.“ „Herbergi ungbarna eiga að vera björt og loftgóð.“ „Ungbörn eiga að sofa ein í rúmi, eins og áður er sagt.“ „Ungbörn á að þvo og lauga daglega og skipta á þeim fötum.“ „Ungbörn þurfa mikinn svefn og eiga að fá að sofa, eins mikið og þau geta.“ „Ungbörn eiga að vera á brjósti, ekki skenrur en þar til þau eru sex mánaða, og ekki lengur en níu mánuði." Að auki nefnir hún ófullburða börn, nýfædd börn, brjóstabörn og pelabörn. 122 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.