Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 103
kennslu í samhengi og þróun ljóðagerSar- innar. Punktar í bókmenntasögu, sem kenn- arinn útfærir. Ég tel að sýnishornin ættu að ná frá upphafi íslenzkrar ljóðagerðar og fram til okkar tíma. Ég held ekki að allir höfundar fyrir daga Hallgríms Péturssonar séu „svo fjarlægir okkar tíma að anda og orðfæri", að ekki sé hægt að ætla þá skóla- bömum til lesturs, eins og fram kemur í stuttri og all undarlegri greinargerð, sem Kristján J. Gunnarsson, sá er ráðið hefur efnisvali Skólaljóðanna, lætur fylgja ljóð- unum. Þá get ég ekki heldur fallist á þá röksemd Kristjáns, að ganga framhjá þeim skáldum, sem kvatt hafa sér hljóðs um og eftir miðja þessa öld, á þeim forsendum að „margir þeirra fara nýjar og áður lítt troðn- ar brautir í íslenzkri ljóðagerð, þar sem þeir telja, að hið forna, hefðbundna ljóð- form sé staðnað og þess vegna orðið frjórri hugsun og listrænni tjáningu fjötur um fót“. Því síður verður þeim fnndið til for- áttu að hjá þeim gæti erlendra áhrifa sér- staklega. Hvaða bókmenntastefna er laus við erlend áhrif? Og hvað sem líður full- yrðingunni um staðnað og hefðbundið ljóð- form, mun það víst að stöðnun og ófrjósemi eru ekki vænlegur akur fyrir listræna tján- ingu. Mér virðist að í áður tilvitnuðum orðum efnisveljarans megi greina bergmál frá þeim fordómum, sem helzt er hampað í baráttunni gegn lifandi bókmenntum. Að ljóðagerð sé umdeild, sýnir fyrst og fremst, að hún er ekki dauð. Mér finnst að vísu skiljanlegt að hér sén ekki tekin með þau skáld, sem gefið hafa út ljóð allra síðustu árin, en óhætt hefði verið að láta sýnis- hornin ná t. d. fram til 1955. Með því hefðu lesendur Skólaljóða komist í nánari kynni við íslenzkan skáldskap okkar tíma, og á því sýnist mér full þörf. Eins og ég hef áður sagt má lengi deila um val á efni í bók eins og þessa, og vissu- Umsagnir um bœkur lega hefur efnissafnaranum verið mikill vandi á höndum. Sé litið á hókina í þeim ramma, sem henni er búinn eru þó nokkur atriði, er ég get ekki látið hjá h'ða að nefna. Það er að vísu leiðinlegt að þurfa að nefna nöfn þeirra, sem manni finnst ofauk- ið í bókinni. Ég vil þó spyrja: hvað hafa t. d. þeir Þorsteinn Gíslason, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Jónsson frá Arnar- vatni, Jón Magnússon og Gnðmundur Ingi lagt merkara til þróunar íslenzkrar ljóð- listar en t. d. Halldór K. Laxness, Magnús Asgeirsson, Jón Þorkelsson (Fornólfur), Jóhann Jónsson, Þórbergur Þórðarson eða Snorri Hjartarson, svo ég nefni nokkra höf- unda síðari tíma, er mér komu í hug og ekkert efni eiga í Skólaljóðum. Ég nefni ekki þá, sem yngri eru en Steinn Steinarr, en nokkra eldri höfunda hefði að skað- lausu mátt taka með, t. d. Jón Arason, Séra Sigfús Guðmundsson, Skáld-Svein og séra Einar í Eydölum. Ekki hefði bókin þurft að stækka verulega við þetta, en mér virð- ist ófært að ákveða arkafjölda svona bókar fyrirfram. Efnið verður að ráða stærðinni. Um valið á ljóðum einstakra höfunda má auðvitað margt segja. Sama er að segja um ágrip þau af æfi höfundanna, er ljóðunum fylgja. Hvorttveggja er reyndar efni í heila grein. Um val einstakra ljóða vil ég þó taka fram að mér sýnist greinilega gengið fram- lijá róttækum skáldskap og baráttukvæðum, en kvæði um fugla, blóm og brekkur valin í staðinn ásamt langdregnum sögukvæðum. Ég nefni t. d. val á ljóðum eftir þá Stephan G., Þorstein Erlingsson, Einar Ben., Jó- hannes úr Kötlum og Guðmund Böðvars- son, sem gjarnan hefðu mátt fá meira rúm í bókinni. Róttæk baráttukvæði eru það stór þáttur af Ijóðagerð þessara skálda, að rétt mynd af skáldskap þeirra fæst ekki án hans. Þá sýnist mér og að efnisveljarinn 405
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.