Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 113
stökum ferlum klofnar svo hinn vitræni þáttur enn; meginþættir verða því þrír: það'ið, sjáljið og yjirsjálfið. Þetta er upphaf stafrófsins. Eftir er þyngri þraut, að lesa með því liið marg- slungna inntak sálarlífsins. Höf. leggur sig fram um að gæða þessa frumdrætti skiljan- legri merkingu og notar þá stundum hug- tökin vitund — dulvitund, sem vel eru kunn í íslenzku. „... Milli vitundar og dul- vitundar fer fram allhörð barátta. Oskir og hneigðir þær, sem búa í dulvitundinni, eru frumstæðar og tillitslausar. Vitundarlífið er hins vegar raunsærra og siðrænna. Þar ríkja önnur sjónarmið en í dulvitundinni" (bls. 67). En túlkunarerfiðleikarnir eru miklir. Sýnilegastir eru þeir í málinu. Is- lenzk tunga er lítt þjálfuð til sálvísinda, og höfundur er varfærinn að breyta frá þeim orðum, sem meistarinn notaði um meginhugtök. Þetta gerir bókina torskilda á köflum, og málhreinsunarmönnum mun mislíka, hvemig höf. stráir útlendum orð- um inn i sitt lipra og þýða mál. Ég skal nefna dæmi, en fer þó ekki í neinn sparða- tíning. „Það“ verður varla talið mjög hentugt orð yfir hemjulausar frumhvatir mannsins. Stundum er dálítið örðugt að átta sig á því, hvort þaðið er það. „Á tilfinningasviðinu einkennist það af því, að það þolir enga biðlund" (bls. 75). Hins vegar villist eng- inn á því, þegar talað er um „frumorku þaðsins", „lögmál þaðsins" o. s. frv. Þá grunar mig einnig, að ekki þyki öllum les- endum orðin „oral-sadistisk“ og „anal-sad- istisk" mjög ljós eða aðgengileg. „Odipal- stig“ eða „falliskt stig“ hafa einnig ýmsa erfiðleika í för með sér, bæði sem orð og hugtök. Alténd verða þau vel skiljanleg í túlkun höfundar. „Freud valdi Odípusar- nafnið vegna þeirrar hneigðar bamsins á 4—5 ára aldursstiginu að leggja ást á for- eldri af gagnstæðu kyni, en hatur á sam- Umsagnir um bœkur kynja foreldri" (bls. 71). En þegar höf. talar um „libidinisering á kvíða" (bls. 84) og kallar gagnkvæma kynnautn í ástríku hjónabandi ,,ego-syntón[ska] bakrás“ (bls. 82), þá óttast ég, að sumum lesendum þyki skotið yfir mark. Þeim lesendum þessa rits, sem þekkja kenningu Freuds frá fyrstu hendi, mun oft virðast höfundur fullháður honum. Þess vegna verður sjónarmið hans stundum of þröngt, og hann setur fram fullyrðingar, sem skortir allar sannanir. Þannig gefur hann í skyn beint og óbeint, að sálarfræði, sem ein verðskuldi nafnið, sé upprunnin með kenningu Freuds. „Enda þótt sjálfið sé sá hluti sálarlífsins, sem athugandinn á greiðastan aðgang að, eiga rannsóknir á því sér stutta sögu og eru enn tiltölulega skammt á veg komnar, þó að mikið hafi verið unnið að þeim efnum á síðustu 10— 15 árum“ (bls. 76). Hins vegar er okkur kennt, að sjálf táknar nánast hinn vitræna þátt sálarlífsins. Mér er því spurn: Við hvað hafa sálvísindi síðustu 100 ára feng- izt, ef ekki við vitundarlífið, þróun þess, starfshætti og margbreytileika? — Sam- vizkan er nánast talin „samheiti yfirsjálfs- ins“. Þó er munur á: „Samvizkan er ein- göngu neikvætt hugtak og merkir hið gagn- rýnandi afl sálarlífsins, en vissir þættir yfirsjálfsins eru jákvæðir" (bls. 97). Nauð- synlegt virðist, að sterkari rök hefðu verið leidd að takmörkun samvizkunnar við nei- kvætt hlutverk, því að hér er gripið á geysi- flóknu vandamáli, sem margir snjallir menn hafa um fjallað. Vangaveltur um landa- mæraþrætur milli sjálfs og yfirsjálfs eiga þar ekki heima. — Þá virðast hugmyndir höf. um einstaklinginn og persónuþroska hans ekki mjög sannfærandi. „Á 4—6 ára aldrinum — hinu svonefnda Ödipal-skeiði -— er endahnútur bundinn á persónuþroska einstaklingsins" (bls. 144). Þetta finnst mér allöfgakennt, enda er það í andstöðu 415
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.