Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Síða 7
Stúilentahreyjingin gerist það að hinar sérstöku aðstæður, sem ráku Berlínarstúdenta þetta á leið, falla í sama farveg og stúdentauppreisnir annarstaðar í heiminum og þeir taka að samræma aðgerðir sínar og fara að sjá hlutina í samhengi og heiminn í einu ljúsi. Stúdentahreyfingin í Vesturberlín er vissulega til orðin við sérstakar aðstæður en varpar engu síður ljósi út frá sér. Hvort sem litið er á Frakkland, Italíu, England, Spán, Mexíkó, Bandaríkin eða lönd Siiðurameríku, eða sósíalísk ríki eins og Pólland eða Tékkóslóvakíu, verður einatt að gera sér grein fyrir hinum ólíku skilyrðum. I löndum eins og Spáni, þar sem barizt er gegn einveldisstjóm Francós, tekur stúdentahreyfingin á sig skýrt form þjóðfrelsisbaráttu og þar er náin samvinna hennar við verkalýðshreyf- inguna og önnur þjóðfrelsisöfl. I Suðiirameríku snýst hún öðru framar gegn imperíal- isma Bandaríkjanna og leppstjórnum þeirra og hefur í sér byltingarinntak. Á Englandi er hún enn að miklu leyti á stigi baráttunnar innan háskólanna. I Frakklandi hefur hún vakið á sér athygli sem byltingarhreyfing, er gengur fram fyrir skjiildu í þjóðfélagsbar- áttunni, berst á götum úti og gerir sér vígi og hefur lent í hörðu við lögreglu og ríkis- vald, jafnframt því sem hún hefur tekið háskóla á sitt vald og kappræðir um stjórnmál og heimspeki. Jafnt verkalýðshreyfingiinni sem Kommúnistaflokknum hefur þótt nóg um byltingaraðgerðir hennar, stimplað þær ævintýramennsku, en stúdentar aftur á móti ákært þessa aðila fyrir íhaldsemi og samvinnu við ríkisvaldið, og sérstaklega eftir kosninga- ósignr vinstri aflanna í júní í vor hafa spunnizt heitar deilur um það, hvað þeim ósigri hefur valdið. Á Ítalíu er betri samvinna milli stúdenta og verklýðshreyfingarinnar og meiri skilningur innan Kommúnistaflokksins á gildi stúdentahreyfingarinnar. í Tékkó- slóvakíu var mótmælahreyfing stúdenta á þröngum þjóðlegum grundvelli, snerist gegn skrifstofuvaldi flokks og stjórnar með kröfur um frelsi og lýðræði, einna helzt í vestræn- um anda, en samtímis ósnortin af baráttu fyrir frelsi í Víetnam eða baráttu gegn imperíalisma, eins og sýndi sig er stúdentar frá Víetnam þar í landi höfðu í mótmæla- göngu til bandaríska sendiráðsins skorið niður fána þeirra, en tékkneskir stúdentar tóku hann af þeim og skiluðu honum til bandaríska sendiráðsins. í Bandaríkjunum hafa stúdentar sýnt frábært hugrekki í haráttu móti stríðinu í Víetnam og fyrir réttindum blökkumanna, og urðu fyrstir til að taka upp nýjar bardagaaðferðir í háskólunum. Þannig bera stúdentahreyfingarnar ýmis sérkenni eftir löndum, sem allt of langt mál væri að rekja, og því tók ég þann kostinn að taka eitt dæmi sem lýsir upp margt og mér var kunnugast. En ásamt þessum séreinkennum sem skapast af ólíkum aðstæðum í lönd- unum hefur stúdentahreyfingin í heiminum marga sameiginlega höfuðdrætti, eins og staðfestist meðal annars af því að hún kemur upp í fjölmörgum liindiim svo að segja samtímis. Hún er með öðrum orðum tímanna tákn, og það hlýtur auðvitað að eiga sínar orsakir í þjóðíélagsþróuninni eða því stigi sem hún er á, og jafnframt er á það að benda að með fáum undantekningum er hún aðallega í auðvaldsheiminum, þó að segja megi að vísu að menningarbyltingin í Kína, sem er hinsvegar algerlega sérstaks eðlis og mikhi víðtækari en stúdentahreyfingin ein, hafi að ýmsu leyti orðið til að hrinda þessari öldu af stað eða amk. ýta sterkt undir hana. Annars á hún sér marga lærifeður, hefur ekki sízt tendrazt af byltingu Castros á Kúbu, Che Guevara og leiftrandi fordæmi lians, og einn af fremstu spámönnum hennar um þessar mundir er Herbert Marcuse, sjötugur öldungur, heimspekingur og félagsfræðingur, sem birt er grein eftir hér í tímaritinu. En traustastur allra mun þó enn sem fyrr vera Karl Marx. 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.