Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 14
Tímarit Máls og menningar áttuaðferðir andófshreyfingarinnar. Vér tölum um stúdentaandófið, og ég vildi þegar í upphafi taka það fram, að það er ekki að ræða um pólitíska væðingu háskólanna, því að háskól- arnir eru þegar pólitískir. Þér þurfið ekki annað en að íhuga það í hve rík- um mæli náttúruvísindin til að mynda og jafnvel svo óhlutbundin vísindisem stærðfræðin eru beinlínis hagnýtt í framleiðslu og herstjórnarfræði. Þér þurfið ekki annað en íhuga það, hversu mjög náttúruvisindi svo og félagsfræði og sálfræði eru háð fjár- hagslegum styrk ríkisstjórnarinnar og hinna miklu „stofnsjóða“ (Found- ations), í hve ríkum mæli félagsfræði og sálfræði hafa beinlínis gengið í þjónustu mannatamningar og mark- aðshandleiðslu. I þessum skilningi getum vér sagt, að háskólarnir séu þegar pólitískar stofnanir, og þegar bezt lætur er ekki um að ræða póli- tíska væðingu háskólanna, heldur um andstæða pólitíska væðingu þeirra. Það er um það að ræða, að samhliða raunspekilegu hlutleysi, sem ekkert er, verði gagnrýni á þessu hlutleysi veitt olnbogarúm innan námsáætlunar og vísindalegrar rökræðu. Því er það, að ein af höfuðkröfum stúdenta- andófsins í Bandaríkjunum er endur- bót á námsáætluninni á þá lund, að þessi gagnrýni fái að fullu notið sín innan ramma vísindalegrar rökræðu — ekki sem einskær áróður og boð- un. Þar sem þessa er ekki kostur er tekið til þess ráðs að stofna „frjálsa háskóla“, sem hér eru kallaðir „gagn- rýnir háskólar“ utan vébanda háskól- anna, svo sem í Berkeley og í Stan- ford, og einnig nú við nokkra hinna stærri háskóla Austurríkjanna. Á jiessum „frjálsu háskólum“ eru hald- in námskeið og starfað í kennslusveit- um um námsefni, sem lítt eða ekki eru stunduð samkvæmt venjubundn- um námsáætlunum, svo sem marx- isma, sálgreiningarfræði, imperíal- isma, utanríkismál í köldu stríði, ör- hirgðarhverfin. Enn annar háttur stúdentaandófs- ins eru hinar kunnu mótmælaaðgerð- ir, sem kallast teach-ins, sit-ins, be-ins, love-ins. I þessu sambandi vildi ég að- eins minna á þá vídd og spennu sem greina má innan stúdentaandófsins: annars vegar gagnrýnin athafnasemi á sviði náms og kennslu, þar sem glimt er við fræðileg efni og niður- stöður, hins vegar eitthvað, sem vér getum aðeins kallað „tilverubundið samlífi“, „friðlýsing eigin tilveru“: „doing one‘s thing“. Ég vildi síðar fara nokkrum orðum um það, sem fólgið er í þessari spennu, því að ég hygg að hér birtist samflot pólitískrar uppreisnar og siðrænnar uppreisnar í kynferðismálum, en þetta samflot er mikilvægur þáttur í andófshreyfingu Ameríku. Hún birtist skýrast í mót- mælagöngum, óvopnuðum mótmæla- göngum — og slíkum mótmælagöng- um ber ekki nauðsyn til að leita á- 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.