Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Qupperneq 17
Um valdbcitingu. í utidófshreyfingunni
herlist. Getur svo íarið ívissuni tilvik-
um þegar átök hafa orðið við ríkj andi
vald, en hið ögrandi vald andspyrn-
unnar beðið ósigur, að við átökin
hreytist vígstaðan andófshreyfingunni
í óhag? Þegar rætt er um þetta mál
þá er ein röksemd að minnsta kosti
ekki held: sem né sú, að vegna slíkra
átaka styrkist hinn aðilinn, andstæð-
ingurinn. Slíkt getur borið við, jafn-
vel þótt ekki sé um nein átök að ræða.
Það getur borið við hverju sinni er
andófshreyfingin færist í aukana, en
það sem máli skiptir er að sjá svo
um, að aukinn styrkur andstæðings-
ins verði honum aðeins setugrið. En
þá hlýtur mat ástandsins að vera háð
tilefni átakanna og einkum þó árangri
skipulagðrar upplýsingastarfsemi og
samhjálpar. Leyfið mér að taka enn
dæmi frá Bandaríkjunum: andófs-
hreyfingin lifir stríðið gegn Víetnam
sem árás á frelsið og þjóðfélagsheild-
ina í sama mund, já meira að segja
sem árás á lífið sjálft, sem stendur
andspænis réttinum til allsherjar
verndar. En meirihluti íbúanna styð-
ur enn ríkisstjórnina og stríðið, en
andófshreyfingin tvístruð og samtök
hennar aðeins staðlæg. Við þessa
staðhætti beitir andófshreyfingin í
fyrstu atrennu lögmætum baráttuað-
ferðum, en þær breytast af sjálfu sér
í civil disobedience, menn neita að
gegna herþjónustu og bindast sam-
tökum í því efni. Þetta er þegar ó-
löglegt og það dregur til stærri tíð-
inda. — I annan stað fylgir í kjölfar
mótmælanna æ skipulagshundnara
upplýsingarstarfs meðal almennings.
Þetta er „community work“: Stúdent-
arnir ganga í armóðshverfin og til
hinna allra fátækustu til þess að vekja
vitund íbúanna, í fyrstu rennu til að
ráða bót á sárustu neyðinni, til að
mynda skorti á frumstæðustu hrein-
lætistækjum. Þeir leitast við að fá
fólk til að hefjast handa um þessi
brýnustu hagsmunamál, en í sama
mund reyna þeir að vekja það til
pólitískrar vitundar í þessum hverf-
um. En slík upplýsingarstarfsemi fer
ekki eingöngu fram í örbirgðarhverf-
unum. Menn ganga boðleið frá dyr-
um til dyra, það er hin fræga bar-
áttuaðferð „door-bell-ringing-cam-
paing“, þegar rætt er við húsfreyjurn-
ar um það sem efst er á baugi, raun-
ar einnig við eiginmennina þegar þeir
eru heima. Einkum fyrir kosningar er
þetta mikilvægt. Ég legg áherzlu á
rökræður við konurnar, af því að
það hefur komið í ljós, svo sem raun-
ar mátti vænta, að konurnar eru yfir-
leitt skilningsbetri en karlar á mann-
legar röksemdir, en það stafar af
því, að þær hafa ekki enn verið
spenntar undir ánauðarok fram-
leiðsluferlisins. Þetta upplýsingastarf
er miklu erfiði bundið, tímafrekt og
hæggengt. Ber það nokkurn árangur?
Arangurinn er mælanlegur — til að
mynda á atkvæðafj ölda hinna svo-
kölluðu „friðarframbjóðenda" í stað-
111