Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Síða 21
Daniel Cohn-Bendit Bylting'arbarálta stúdenta Viðtal það sem hér fer á eftir birtist í Nouvel Observateur í apríl, eða skömmu áður en þeir atburðir gerðust í París sem nefndir hafa verið „maíbyltingin". 1 viðtalinu lýsir Cohn-Bendit, einn nafnkunnasti forustumaður franskra stúdenta, markmiðum hinna róttækustu liópa frönsku stúdentahreyfingarinnar. Hvaða álit sem menn annars hafa á „maíhyltingunni" og hversu sundurleitar skoðanir sem menn kunna að liafa á eðli hennar, þá er óhrekjanlegt að hug- myndir stúdenta um róttækar breytingar háskólanna breiðast óðfluga út og ná fótfestu; merki þess sjást m. a. í hinni nýju háskólalöggjöf Frakka, sem er bein afleiðing „maíbyltingarinnar". A f starji ykkar í Nanterre eru einung- is nokkrar ofbeldisaðgerðir þekktar meðal almennings: refsiaðgerðirnar gegn jélaginu „Occident“1, og brott- rekstur Pierre Juquin, þingmanns kommúnista, sem þið höfðuð boðið til Nanterre. Hvert er eiginlega at- hafnasvið ykkar og lilgangur slarfs ykkar? Daniel Cohn-Bendit: Okkar beina markmið nú er að gera háskólann pólitískan. Hingað til hefur U.N.E.F.2 einungis komið fram með kröfur, sem miðaðar eru við vandamál líð- andi stundar og það hefur öðru hverju dreift áróðursmiðum gegn styrjöldinni í Víetnam, en engar 1 Hálf-fasistískt stúdentafélag, sem hef- ur, beitt sér fyrir árásum á róttæka stúd- enta. - Franska stúdentasambandið. stjórnmálaumræður hafa farið fram innan veggja háskólans. Nú viljum við gera háskólann að virki. í há- skólanum erum við nefnilega í skjóli fyrir lögreglunni, sem við rekum okk- ur alls staðar annars staðar á, þegar við útbýtum áróðursmiðum: fyrir framan menntaskóla eða á boulevard Saint-Michel. Fyrir framan verk- smiðjurnar eru það menn úr C. G. T. sem ráðast á okkur, þegar það eru ekki lögregluþjónar sem gera það. Það er ógerningur að vera Kína- sinnum reiður fyrir að hafa hent Juquin, boðsgesti ungkommúnista, út, jafnvel þótt það hafi verið skyssa frá stj órnmálalegu sjónarmiði: Strákarnir, sem standa að „Rödd verkalýðsins“3, eru barðir í hvert skipti, sem þeir dreifa áróðursmið- 3 Málgagn róttæks stúdentafélags. 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.