Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Page 53
KonslanLín Pástovskí Tvcfr kaflar úr sjálfsævisögu [Konslantín Pástovskí hefur oft verið kallaður fremstur rússneskra höfunda síðan Gorkí leið. lfann fæddist árið 1893 og lézt nú í sumar. Pástovskí ólst upp í Kíev, höíuðborg Ukraínu, þar sem faðir hans var járnbrautarstarfsmað- ur, en móðir hans var af pólskum ættum. Arið 1913 hóf Pástovskí nám við háskólann í Moskvu, gerðist síðan blaðamaður og reyndi sitt af hverju á byltingarárunum, en 1927 sneri hann sér fyrir alvöru að ritstörfum. Rit hans, skáldsögur, smásögur og ritgerðir, eru í miklum metum bæði í Sovétríkjunum og utan þeirra, en frægust er sjálfsævisaga hans, Mannsævi, sem byrjaði að koma út 1947. Pástovskí hefur ekki sízt verið liælt fyrir grandvarleik sinn og sannleiksást; sjálfur segist hann hafa sett sér þá reglu í ritun sjálfsævisög- unnar að segja frá engu öðru en því sem hann var sjálfur vitni að. Eigi að síður, eða kannski vegna þess, gefur bók hans óvenju skýra lýsingu á lífi í Rússaveldi og Sovétríkjunum fyrir byltingu, á byltingar- og borgarastríðsár- unum (3. bindið fjallar um þá tíma) og síðar. Ileimskringla er nú að hefja út- gáfu á sjálfsævisögu Pástovskís í þýðingu Halldórs Stefánssonar, og kemur fyrsta bindið út í haust.] Vatn úr Limpópófljótinu Flöskur fullar af gulleitu vatni með korktöppum sem lakkað var yfir stóðu í röðurn á borði í kennslustofunni. A þær voru límdir miðar sem skrifað var á með ellilegri rithendi: Níl, Limpópó, Miðjarðarhafið. Þar voru líka flöskur með vatni úr Rín, Thames, Michiganvatni, Dauða- hafinu og Amazonfljótinu, en hversu lengi sein við horfðum á flöskurnar var vatnið alltaf jafngult og lítið forvitnilegt. Við nauðuðum í náttúrufræðikennaranum, Tsjerpúnov, að leyfa okkur að hragða á vatninu úr Dauðahafinu, okkur langaði til að vita, hvort það væri eins salt og okkur hafði verið sagt, en hann neitaði okkur alltaf um það. Hann var lítill og skáeygður með grátt skegg sem náði honum niður undir hné og var uppnefndur smyrill. Hann hafði alltaf meðferðis í kennslustundirnar ýmsa furðulega hluti til skýringar við kennsluna, en flöskurnar með vatninu voru hans uppáhald. Hann sagðist sjálfur hafa fengið í Kairo vatnið úr Níl. 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.