Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 66
Timarit Máls og mcnningar ævinni. Hann lét fallast í stól, tók af sér gleraugun, húkti þar álútur og horfði út um gluggann, útstandandi, nærsýnum augum, líkt og hann væri að bíða eftir að eitthvað gerðist. Að lokum sagði hann við mig: „Vertu svo vænn að fara fyrir mig til Kcenugarðspóstsins, þeir gáfu út aukablað í dag. Fáðu að vita hvað kom fyrir, við bíðum hér eftir þér.“ Svona sendiför var áður óþekkt í bekk okkar, en öllum fannst hún sjálf- sögð nú. Platon Fjodorovítsj stanzaði mig í ganginum og spurði alvörugefinn hvert ég héldi að ég væri að fara. Eg sagði honum það. Hann laut höfði og leyfði mér að fara. Þegar ég kom aftur leit ég gegnum gluggann á hurðinni áður en ég gekk inn í kennslustofuna. Súbok var að lesa upp. Enginn bærði á sér í bekknum. Um leið og ég opnaði dyrnar heyrði ég setningar sem ég kannaðist vel við. Það sem hann var að lesa var Anna Karenína ... í tvo eða þrjá daga komumst við einhvern veginn gegnum lexíur okkar. Svo var það annan sárkaldan morgun, að ég kom út og sá alls staðar sér- útgáfur af dagblöðunum með forsíðuna í svartri umgjörð. Fólkið á götunni var harmi slegið og vissi ekki hvað það átti af sér að gera, en stór hópur stúdenta stóð fyrir framan háskólann. Þeir stóðu steinþegjandi og höfðu svartan borða um handlegginn. Einhver, sem ég þekkti ekki, nældi slíkan borða á ermina á frakka mínum. Ég hélt áfram í skólann. Flokkur ríðandi kósakka fór um göturnar á hægu brokki. Lögreglumenn stóðu í hópum á götuhornum. Ég náði bekkjarbræðrum minum og sá, að þeir höfðu allir svarta borða eins og ég. 1 fatageymslunni tókum við þá af frakkaermunum og festum á jakka okkar. 1 skólanum var óvenjuleg þögn, meira að segja „sveimarar“ höfðu sig lítt í frammi. Svo vildi til, að fyrsta kennslustund okkar þennan dag var í guðfræði. Tregubov gekk hratt inn í bekkinn, krossaði sig fyrir framan helgimyndina og settist. Matúsjevítsj, sem var umsjónarmaður bekkjarins, gekk til hans. Tregubov leit við honum, þungur á svip, en sagði ekki neitt. „Klukkan sex í gærmorgun,“ sagði Matúsjevítsj, og reyndi að sýnast ró- legur, „dó mesti rithöfundur þessa lands, og ef til vill heimsins, á járnbraut- arstöðinni í Astapovo, Leó Nikolajevítsj Tolstoj.“ Lokinu á kennarapúltinu var skellt aftur, við risum allir úr sætum okkar, gegnum djúpa þögnina heyrðist hófatak hestanna þegar kósakkarnir riðu framhjá. Tregubov hallaði sér fram og greip um borðröndina en sat kyrr. 160
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.