Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Qupperneq 89
Laskaris Kananos Grísk ferðasag'a frá 15. öld Á grísku handriti í keisarabókhlöðunni í Vínarborg (Codex Vindobonensis historicus graecus 13), skrifuðu á 16. öld, er lítill þáttur sem eignaður er Laskaris Kananos. Þar er stutt frásaga frá Eystrasalti og Norðurlöndum, og er einsætt að höfundur hefur sjálfur komið á þessar stöðvar, en ekki er þess getið hvert erindi hans var. Engin deili vita menn heldur á honum, en þó hefur maður svo heitinn varla verið mjiig lítilsháttar. Laskaris-ætt er ein af tignustu ættum Grikkja á ofanverðum miðöldum, t. a. m. réðu þeir frændur löndum í Níkeu-ríki á árunum 1204—1259, og nefndust keisarar, en þá sátu vestrænir ribbaldar og látínumenn á veldisstóli í Miklagarði. Ymsir ágætir vísindamenn hafa og verið í þeirri ætt og sett saman marga þarflega fræði; ekki bendir þó stíll og orðafar þáttarins til þess að Laskaris Kananos hafi verið mjög lærður til bækur. Á handritinu er ýmislegur úrtíningur úr fornum ritum, mestanpart um landafræði og sagnfræði, og hefur Georgios Gemistos Pleþon látið taka þetta saman, grískur lærdóms- maður og einn af helztu heimspekingum endurfæðingartímanna (d. 1452). Mörg önnur handrit af sama tagi eru einnig frá Gemistos Pleþon runnin, en ekki mun þáttur vor standa á neinu þeirra. Laskaris Kananos hlýtur að hafa farið ferð sína eftir að Kalmar-samband Norðurlanda var sett á laggirnar (1397). Ekki er kunnugt að stórmeistari þvzku riddara hafi haft jarl á Líflandi nema á árunum 1438—1439, og virðist þá einsætt að þátturinn sé saminn um það leyti. Stólkonungurinn í Miklagarði var þá að telja út, og sendimenn hans einlægt á ferð vestur um lönd til liðsafnaðar gegn Tyrkjum. Nú höfðu Grikkir að vísu annan sið en þann sem gekk á vesturlöndum, og kölluðu látínumenn villumenn, og vildu reyndar sumir heldur ganga Tyrkjum til handar en taka kaþólska trú. En þó varð keisari nú, er komið var í ónýtt efni, að slaka til og bera friðgælur á páfa; var haldið kirkjuþing í Flórens árið 1439, og átti svo að heita að Grikkir og kaþólskir menn kæmu sér þar saman um eina trú. En höfðingjar og klerkar í Miklagarði vildu ekki halda sáttargjörðina, og varð allt þetta umstang til ónýtis. Þá fór margt preláta úr austurvegi til Flórens, og þeirra á meðal metrópólítinn í Kænugarði, grískur maður; hann fór fyrst vestur að Eystrasalti og þaðan til Lýbiku, og kom þangað vorið 1438; hann hefur þá verið þar um svipað leyti og Laskaris Kananos. En hafi Laskaris verið í föruneyti metrópólítans, hefur hann að minnsta kosti borið nokkuð af leið. Annars er á þessum árum fjöldi grískra munka á flækingi á vestur- löndum, þeirra er t. a. m. oftlega getið í Lýbiku. Sum örnefni í þættinum, eins og Englítera, Súítzía og fleiri, gætn hent til þess að höfundurinn hafi verið í för með m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.