Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 91
Grísk ferðasaga frá 15. öld
andlegum hlutum. En jarl stýrir landinu er stórmeistari hvítmöttulsriddara
og hins svarta kross hefur sett þar til yfirsóknar1.
Eftir land þetta er Prússland, fyrir hafshotni. Þar er höfuðstaður bær sá
er Danzig2 kallast.
Eftir Prússland er Slavónía3. Þar er höfuSstaSur bær sá er Lýbika4 kallast.
Úr landi þessu eru komnir Zýgíótar, þeir er á Pelopsey búa5; og eru hér
margar sveitir þar sem Zýgíótamál gengur.
Eftir þetta land er Danmörk6; en höfuSstaSur er í Danmörku bær sá sem
nefnist Kaupinhöfn7. Þar er og aSselursborg Danmerkur konungs.
Þessi eru lönd þau sex sem liggja aS flóanum allt umhverfis.
Eg kom einnig til Fiskætueyjar8, hana kalla menn ísland9 allajafnan.
Þykir mér einsætt aS viS hana eigi Ptolemeus hinn fróSi, þá er hann getur
um Þúle. Ég komst þá aS raun um aS dagur er þar á lofti 6 mánuSi, allt frá
því í vorbyrjun fram aS haustjafndægrum. Ég kom til eyjarinnar frá
Ínglíníu10 11, og er þangaS þúsund mílna sigling, en ég dvaldi þar 20 daga og
fjórum dögum betur. Sá ég þar sterka menn og kröfluga. En viSurværi þeirra
er fiskur, brauS þeirra er og fiskur, en vatn hafa þeir til drykkjar. En síSan
fór ég aftur til Englands.
Frá Björgvin, bæ þeim er nyrztur stendur, til Klúzu14, sunnanlands á Fland-
ur, eru í beina stefnu 3500 mílna, en frá Klúzu suSur aS HelgahöfSa12 í
Portúgal eru 2164 mílur; en samtals er þetta 5664 mílna vegur, ef fariS er fyr-
ir yztu nes og skaga.
1 Att er við Jtýzku riddara.
2 Tantzík.
3 Skrifað Sþavúnía, ugglaust misritun fyrir Sþlavúnía.
4 Lúpík
5 Slafneskir kynþættir sátu á Pelopsey allt frá því snemma á miðöldum, og síðan lengi
vel.
8 Datía.
7 Kúpanave.
8 Nísos lhþfofagon.
9 Íslandí.
10Hér er líklega átt við England; þó er það land nokkrum línum neðar kallað
Englítera.
11 þ. e. Sluys, stundum kölluð Cluxa eða Clussa í fyrri daga.
12 íeson akron, þ. e. Vincentíus-höfði.
185