Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 98
Timarit Máls og mcnningar á 300 ára setu sína á keisarastóli og Gorkí, sem aldrei gat þrifizt í útlönd- um og var þar jafnan eins og íslend- ingur í Höfn, hann notfærði sér al- menna sakaruppgjöf í þessu tilefni og sneri lieim til Rússlands. Og tók aflur til óspilllra mála við ritstörf og útgáfustarfseini. Líða svo tímar fram að bylting- unni 1917. Gorkí liafði jafnan stutt vinstri arm sósíalista, bolsévíka og Lenín, og menn gætu haldið að hann hefði steypt sér allshugar feginn út í byltingarstarfið. En málið var ekki svo einfalt. Gorkí var vissulega bylt- ingarsinni, en um leið óttaðist hann byltinguna. I blaði sínu, Nýtt líf, var- aði hann félaga sína við „eitri valds- ins“, við „skyndiréttvísi“, við háska alræðisins, við ógnun stríðskommún- ismans, en svo nefndist sú harð- neskjulega stefna sem ríkti á tímum liorgarastyrjaldarinnar. En einkum óttaðist hann að þær öldur, sem nú risu af undirdjúpum þjóðlífsins, skol- uðu öllum menningarverðmælum á haf út. Hann setti traust sitt á upp- lýsta verkamenn og róttæka mennta- menn, að þeir mundu bjarga þjóð- inni úr því fárviðri sem skollið var yfir. En óttaðist um leið, að þetta lið reyndist of veikt og fámennt og mundi drukkna í „fáfræði og dýrs- legri einstaklingshyggju bændastétt- arinnar“ eins og hann komst að orði i frægri grein. Og Gorkí taldi þá að Lenín og bolsévíkar hans væru að fórna upplýstum verkainönnum og menntamönnum fyrir bændur — og deildi harðlega við samherja sína um þetta atriði svo og um ógnanir stríðs- kommúnismans. Sjálfur var hann ekki aðgerðar- laus þessi byltingarár. Hann lagði ritstörf að mestu á hilluna, en ein- beitti sér að félagsmálum. Hann stofnaði fjölda félaga til útbreiðslu bókmennta og almenns fróðleiks svo og til verndar listaverkum og sögu- legum minnisvörðum. Gorkí trúði á þann þekkingarþorsta, sem hafði skapað liann sjálfan, og taldi að ekk- ert gæti bjargað byltingunni frá villi- mennsku nema skjót tengsl sem flestra alþýðumanna við menningar- leg verðmæti. Hann lagði einnig á sig afskaplegt erfiði í því skyni að verja listamenn og vísindamenn fyrir áföllum og neyð þessara ára. Á hverj- um degi sat hann við og hlustaði á kvartanir manna og skrifar óteljandi bréf til allra hugsanlegra stofnana með beiðni um mjólk handa leikara- barni, pappír handa skáldi, hrossa- kjötsbita lianda svöngum leikstjóra ellegar vetrarfrakka handa eðlisfræð- ingi. En á kvöldin safnaði hann til sín ungum bókmenntamönnum og öldruðum prófessorum og þar voru lögð á ráð um að koma öllum mark- verðum bókmenntum heimsins að fornu og nýju út á rússnesku í góð- um þýðingum og stórum upplögum. En sem fyrr segir var sambúð 192
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.