Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Qupperneq 99
Maxím Gorki Gorkís og bolsévíka stirð á köflum þrátt fyrir gagnkvæma virðingu. Og það var m. a. af þessum sökum að Lenín taldi Gorkí á að leita sér hvíld- ar erlendis, þar eð hann gæti hvergi i því hungraða Rússlandi fengið þá aðhlynningu, sem hann þyrfti. Þetta var árið 1921 og Gorkí kom ekki heim aftur fyrr en 1928. Hann bjó svo til óslitið í Sovétríkjunum síð- ustu átta ár æfinnar, en hann lézt árið 1936. Hvernig liðu þessi síðustu ár? Við vitum að Gorkí naut mikillar hylli stjórnvalda og einlægrar aðdáunar almennings. Honum var tekið sem þjóðhetju, fæðingarborg hans var skírð eftir honum svo og bókmennta- stofnanir, skólar og fyrirtæki, rit- gerðir hans og ræður urðu að óskrif- uðum lögum í menningarmálum landsins — satt að segja hefðu fáir aðrir en hann getað þolað slíka dýrk- un skaðlaust. Stundum hefur Gorkí verið legið á hálsi fyrir það, að hann hafi ekki beitt áhrifavaldi sínu gegn þeim skelfilegum tíðindum sem sann- arlega gerðust í Sovétríkjunum á þessum tíma — í sambandi við fram- kvæmd samyrkju og þær hreinsanir sem voru að hefjast þegar Gorkí féll frá. Um þetta vitum við því miður næsta lítið. Líkur benda til þess, að Gorkí hafi farið sem mörgum öðrum á þessum tíma, að hann hafi varðveitt sósíalíska bjartsýni sína andspænis slíkum ótíðindum vegna þess sem vel var gert, vegna hinnar almennu menningarbyltingar, vegna efnahags- legrar uppbyggingar, vegna áhuga og hrifningar æskufólks. Og kreppan og uppgangur fasisma í Vestur-Evrópu gerðu og sitt til að treysta tengsl Gorkís við þáverandi pólitíska for- ystu í landi hans. A þessum árum lýkur Gorkí við geysilanga fjögurra binda skáldsögu, Klím Saingín. Þar gerir hann upp reikninga við hinn rússneska mennta- mann, sem hann hafði lengi bundið miklar vonir við, en hafði einnig valdið honum miklum vonbrigðum, lýsir honum hjálparvana andspænis stórtíðindum þeirrar miklu sögu, sem aðrir móta og framkvæma. Þetta er fróðlegt verk þeim sem vilja kvnna sér feril Gorkís, en fram úr hófi langdregið. Annars hafði hann ekki ýkja mikinn tíma til að skrifa ný skáldverk. Gorkí hófst aftur handa um yfirgripsmikið uppeldisstarf, hann var sem fyrr ráðagóður um útgáfu nýrra bókaflokka, en mestri orku beindi hann að því að fræða og upplýsa verðandi rithöfunda. Hann semur óteljandi ræður og greinar um það, hvernig hann sjálfur lærði að skrifa, um meðferð rúss- neskrar tungu, les handrit ungra höf- unda, sendir þeim ítarlega gagnrýni í einkabréfum, rökræðir við þá um hverja línu eða svo gott sem, bendir á málglöp og þekkingarvillur, sendir þeim bækur, sendir þá á fund sér- 13 TMM 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.