Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Side 109
Umsagnir um bækur Jórvik sem nafn þessa kvæðis á vafalaust að tákna umhverfi andsnúið skáldum eða jafnvel veröld fjandsamlega öllum þeim mönnum, sem engu fá áorkað til lausnar sér; höfuð slíkra eru dauðadæmd. Ljóðið er þrungið háði blöndnu bölsýni eins og reyndar ýrnis önnur ljóð bókarinnar; Jór- vík sem bókarheiti er í þeim skilningi ekki fjarri því að vera sannnefni. Þorsteinn hef- ur til þessa einkum verið skáld þungrar áhyggju og er það enn í þessari bók. En taumhaldið er sterkt og stefnan örugg í myrkrinu; karlmannlegt viðhorf hins næm- geðja skálds er þrátt fyrir allt eðliskyldara bjartri trú á manninn og tilveru hans en bölsýniblandinni kaldhæðni. Bahlur Ragnarsson Ljóð úr g'rísku Birting Gotísögu Seferis á íslenzku er án efa einn merkasti viðburður á sviði ljóð- listar hérlendis mörg undanfarin ár.1 Þar ræður úrslitum listrænt gildi þýðingarinn- ar; lélegar þýðingar geta gert jafnvel stór- skáld að umskiptingum. Eitt virðist aug- ljóst: að þýða ljóð fullkomlega er að yrkja nýtt ljóð. Fullkomin þýðing er trú efni frumtextans og líkist því að formi; hún á sér eigið líf, hefur rödd þýðandans. Munur nýsköpunar og þýðingar liggur einkum í þeim efnislegu takmörkunum, sem þýðand- inn verður að hlíta. Sigurður A. Magnús- son er fáorður um vinnubrögð sín og erfið- leika við þýðingarstarfið, en getur þess, að Seferis sé „gæddur frábærri máltilfinningu og nýskapandi frjómagni“ sem geri orð- færi hans í senn „einfalt, frumlegt og glitr- 1 Gíorgos Seferis: Goðsaga. Sigurður A. Magnússon þýddi úr grísku. Almenna bóka- félagið 1967. 76 bls. andi. Vart var hægt að hugsa sér einfaldara tungumál en er í ljóðum Seferis, en það er þrungið einhverjum töfrandi seiði, sem mjög erfitt er að koma til skila í þýðingu". Af þessum orðum má sjá, að Sigurður hefur gert sér fulla grein fyrir vanda verkefnisins og einnig, að honum hefur verið Ijóst, hverju hann vildi vera trúr í þýðingu. Ár- angurinn ber og engin stritmerki, og er það drjúgur vitnisburður um trúleik, þar sem treysta má því, að engu slíku sé til að dreifa í frumtextanum. Sigurður getur þess í upphafi merkilegs inngangs að þýðingunum, að „athyglis- vert“ sé, að tvö fremstu 1 jóðskáld Grikkja á þessari öld eru upprunnin utan Grikk- lands, Konstantínos Kavafis í Alexandríu í Egyptalandi og Gíorgos Seferis í Smýrnu á strönd Litlu-Asíu. Virðist Sigurður annað hvort eiga við, að stórskáldavænlegt hafi ekki verið í Grikklandi sjálfu á þessari öld, eða að tiltekin grískumælandi um- hverfi erlendis hafi verið óvenjulega örv- andi fyrir skáldlegan anda. Þau orð Sig- urðar ttm Alexandríu, þar sem Kavafis lifði alla ævi, að erfðir og minningar síð- grískrar fortíðar lifi þar sjálfstæðu lífi og grísk tunga hafi varðveitzt þar hreinni og upprunalegri en á meginlandi Grikk- lands, svo og að í Smýrnu hafi forngrísk menning snemma staðið með miklum blóma og fortíðarminjar þar margar, virðast frem- ur benda til hins síðarnefnda. Ég vil í þessu samhandi vitna til merkrar ritgerðar eftir C. M. Bowra um Kavafis (í „The Crea- tive Experiment"), þar sem hann segir, að Kavafis hafi átt erfitt með að njóta náins og greiðs sambands við menningu fortíðar- innar í heimaborg sinni („cut off from any immediate or easy connection with a civil- ized past“). Hann leggur áherzlu á þessa vöntun á menningarlegum bakgrunni og að Kavafis hafi einmitt beint kröftum sínum að því að skapa list sinni slíkan bakgrunn. 203
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.