Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 32
Tímarit Máls og menningar að þeir aðilar innan flokksins, sem ráða yfir nokkru fjármagni eða eignum hljóta að geta skilið, að forsenda íslenzkrar fjármagnsmyndunar og eigna- myndunar er sjálfræði þjóðarinnar yfir auðlindum lands og sjávar. Því minni fjármagnsmyndun, því nauðsynlegra er sjálfræðið. Ef menn halda að ís- lenzkir aðilar geti verið hlutgengir í samvinnu við erlent fjármagn um fram- kvæmdir, þá mun fljótt koma á daginn að þeir verða gleyptir með húð og hári. Það yrðu ekki margir íslenzkir kaupmenn starfandi hér á landi, ef er- lendir verzlunarhringar fengju aðstöðu hér til reksturs, né heldur kaupfélög. Forustuliði Sjálfstæðisflokksins gengur illa að skilja þau sannindi, að undir- staða staðbundins og þjóðlegs kapítalisma er sjálfstæði þjóðarinnar og utan- ríkisstefna, sem markast af hagsmunum hennar eingöngu. Sama skammsýnin og skilningsskorturinn ríkir um þessi mál í forustuliði flokksins eins og um verzlunarmál yfirleitt. Samkvæmt rannsóknum og skýrslum virðist mikið skorta á að lögboðnir skattar greiðist af verzlun. Verzlunarmórallinn er nú ekki mikið frábrugðinn þeim á tímum danskra selstöðukaupmanna og ein- okunar, en nú er kvarði og lóð rétt, en fanga leitað í sama tilgangi á annan hátt. Bankapólitík Sjálfstæðisflokksins var sú að veita sem mestu fé til verzl- unar, með því að draga féð frá undirstöðuatvinnuvegunum og styrkja með því flokksfylgið, þar eð hluti verzlunargróðans rann til flokksstarfsins. Landbúnaðarpólitík flokksins stefndi að því að færa byggðina í landinu sem mest saman og fækka bændum, jafnframt var reynt að halda í flokks- fylgið í sveitum með sporslupólitík. Tilburðir voru til þess að lama sölufélög bænda, sem ekki voru undir áhrifum flokksins og reynt var á allan hátt að tengja saman og samræma hagsmuni samvinnuhreyfingar og einkareksturs, slæva þá aðila, sem lykilaðstöðu höfðu innan samvinnuhreyfingarinnar og fletja út mismuninn á samvinnuverzlun og einkaverzlun, sem sagt, að seyra hugmyndir arftaka vefaranna frá Rochdale um hlutverk samvinnustefnunnar. Landbúnaður á íslandi átti aðeins að miðast við brýnustu neyzluþarfir á hverjum tíma og álítast haggi á þjóðarbúskapnum. Formaður Alþýðuflokks- ins var einkum hafður til þess að prédika stefnu Sj álfstæðisfIokksins í þess- um málum og þá einnig stefnu Alþýðuflokksins. Stefnan var að gera íslenzka bændastétt að ölmusumönnum og nota þau gæði og hlunnindi, sem jörðum þeirra fylgdu, kaupsýslulýð Sj álfstæðisflokksins til hagsbóta. Einnig skyldi alls ekki hirt um búsetu í dreifbýlinu, ef nýta mætti svæði til virkjana og uppistöðulóna og skipti þá ekki máli hvort um einstæða staði væri að ræða náttúrufarslega eða menningarlega. Tengslaleysi tötraborgarans við land og sögu kom þar glöggt í ljós. Nýlega hefur bankaskrifari nokkur verið látinn 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.