Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 37
Tímabil tötraborgaranna
er orðinn ríkjandi í málfari og flest hugmyndaheiti hafa ekki lengur neina
ákveðna merkingu, þá hefur tötraborgurunum loks tekizt að ná undirtökun-
um, þá myndu allir trúa öllu þvi sem vitsmunaverur Morgunblaðsins og ræðu-
snillingar Sjálfstæðisflokksins segðu og skrifuðu.
Fyrirmyndirnar að nýju fræðslukerfi voru einkum sóttar til Bandaríkjanna.
Eftir styrjöldina, meðan Evrópuríkin voru í lamasessi, var mikið um það,
að evrópskir menntamenn og einkum raunvísindamenn flykktust til Banda-
ríkjanna í atvinnuleit eða til náms. Bandaríkjamenn höfðu auðgazt stórum á
styrjöldinni og þar hafði engin styrj aldareyðilegging orðið. Ýmsir álitu
fræðslukerfi Bandaríkjamanna til fyrirmyndar, meðan ástandið var hvað
afleitast í Evrópu. Þessu blönduðust hugmyndir manna um bandarískt sam-
félag og pólitík frá dögum Roosevelts. Fjöldi ágætra vísindamanna og rit-
höfunda höfðu farið landflólta til Bandaríkjanna frá Þýzkalandi á dögum
nazista og á stríðsárunum og áttu þeir ekki lítinn þátt í þeirri vísindagrósku,
sem upp kom þar á stríðsárunum og eftir stríðið. Því var svo um tíma að
víða var litið á menntastofnanir í Bandaríkjunum sem vinjar mennta og
visinda, meðan hildarleikurinn stóð í Evrópulöndum og afleiðinga hans
gætti þar.
Þetta mat tók að breytast á sjölta áratugnum með batnandi hag Evrópu-
ríkja og rnn það leyti sem viðreisnarstjórnin var mynduð hér á landi var
tekið að draga mjög úr námsferðum og flutningum menntamanna til Banda-
ríkjanna frá Evrópu og þegar frá leið tók svo til fyrir þá á fyrri forsendum.
Evrópa var aftur orðin miðstöð vísinda og mennta, eins og löngum hafði
verið og ný utanríkisstefna Bandaríkjanna svipti þá samkennd siðaðra manna
í Evrópuríkj unum. Hér á landi gegndi öðru máli. Hagsmunir Sjálfstæðisflokks-
forustunnar bundu þá aðila bandarískum hagsmunum og meðal þeirra var
sú skoðun ráðandi, að Bandaríkin væru ennþá sama gósenland vísinda og
mennta og þau höfðu verið á styrjaldar- og eftirstríðsárunum, enda vafasamt
að búast við annarri skoðun þeirra manna á málum sem snerta menntun og
menningu. Því urðu Bandaríkin sama dýrðarlandið í þessum efnum sem öðr-
um í augum tötraborgara. Þeir studdu sem mest að „menningarsamskiptum“
við Bandaríkin og smáborgarar ldúbbanna studdu væntanlega félaga sína til
náms í þvísa landi. Því var ekki að undra að menntafrömuðir Sjálfstæðis-
flokksins reru að því öllum árum að tii Bandaríkjanna skyldi leitað fyrir-
mynda væntanlegs fræðslukerfis.
Bandaríkj astj órn lét heldur ekki sitt eftir liggja til þess að innræta íslenzk-
um menntamönnum og seminaristum dýrð bandarísks fræðslukerfis og lífs-
27