Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 37
Tímabil tötraborgaranna er orðinn ríkjandi í málfari og flest hugmyndaheiti hafa ekki lengur neina ákveðna merkingu, þá hefur tötraborgurunum loks tekizt að ná undirtökun- um, þá myndu allir trúa öllu þvi sem vitsmunaverur Morgunblaðsins og ræðu- snillingar Sjálfstæðisflokksins segðu og skrifuðu. Fyrirmyndirnar að nýju fræðslukerfi voru einkum sóttar til Bandaríkjanna. Eftir styrjöldina, meðan Evrópuríkin voru í lamasessi, var mikið um það, að evrópskir menntamenn og einkum raunvísindamenn flykktust til Banda- ríkjanna í atvinnuleit eða til náms. Bandaríkjamenn höfðu auðgazt stórum á styrjöldinni og þar hafði engin styrj aldareyðilegging orðið. Ýmsir álitu fræðslukerfi Bandaríkjamanna til fyrirmyndar, meðan ástandið var hvað afleitast í Evrópu. Þessu blönduðust hugmyndir manna um bandarískt sam- félag og pólitík frá dögum Roosevelts. Fjöldi ágætra vísindamanna og rit- höfunda höfðu farið landflólta til Bandaríkjanna frá Þýzkalandi á dögum nazista og á stríðsárunum og áttu þeir ekki lítinn þátt í þeirri vísindagrósku, sem upp kom þar á stríðsárunum og eftir stríðið. Því var svo um tíma að víða var litið á menntastofnanir í Bandaríkjunum sem vinjar mennta og visinda, meðan hildarleikurinn stóð í Evrópulöndum og afleiðinga hans gætti þar. Þetta mat tók að breytast á sjölta áratugnum með batnandi hag Evrópu- ríkja og rnn það leyti sem viðreisnarstjórnin var mynduð hér á landi var tekið að draga mjög úr námsferðum og flutningum menntamanna til Banda- ríkjanna frá Evrópu og þegar frá leið tók svo til fyrir þá á fyrri forsendum. Evrópa var aftur orðin miðstöð vísinda og mennta, eins og löngum hafði verið og ný utanríkisstefna Bandaríkjanna svipti þá samkennd siðaðra manna í Evrópuríkj unum. Hér á landi gegndi öðru máli. Hagsmunir Sjálfstæðisflokks- forustunnar bundu þá aðila bandarískum hagsmunum og meðal þeirra var sú skoðun ráðandi, að Bandaríkin væru ennþá sama gósenland vísinda og mennta og þau höfðu verið á styrjaldar- og eftirstríðsárunum, enda vafasamt að búast við annarri skoðun þeirra manna á málum sem snerta menntun og menningu. Því urðu Bandaríkin sama dýrðarlandið í þessum efnum sem öðr- um í augum tötraborgara. Þeir studdu sem mest að „menningarsamskiptum“ við Bandaríkin og smáborgarar ldúbbanna studdu væntanlega félaga sína til náms í þvísa landi. Því var ekki að undra að menntafrömuðir Sjálfstæðis- flokksins reru að því öllum árum að tii Bandaríkjanna skyldi leitað fyrir- mynda væntanlegs fræðslukerfis. Bandaríkj astj órn lét heldur ekki sitt eftir liggja til þess að innræta íslenzk- um menntamönnum og seminaristum dýrð bandarísks fræðslukerfis og lífs- 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.