Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 44
Tímarit Máls og menningar
Leitis-Gróum, sögusmettuni Sjálfstæðisflokksins. Alþýðublaðið var látið tala
um miljarðastyrki og síðan var sagt að íslenzka ríkisstj órnin hefði hundsað
hoð Bandaríkj amanna. Slefburðurinn sýndi á hvaða stigi stjórnarandstaðan
stóð og stendur og einnig að hún taldi að fyrirmyndir hennar og einkavinir
stæðu á sama tötralýðs stigi og hún sjálf. Bandaríska utanríkisþjónustan
kann þó það í mannasiðum, að sKk tilboð kæmu alls ekki til greina, þ. e.
hún kann einföldustu mannasiði í utanríkisviðskiptum, sem leppar hennar
kunna ekki.
Sviar gerðu Sjálfstæðisflokknum þann óleik, að bjóða talsverða aðstoð,
enda var gerð tilraun til þess að gera sem minnst úr þeirri frétt í Morgun-
blaðinu, sem stafar af því að nokkurs kala hefur gætt milli Bandaríkj anna
og Svía og Morgunblaðið hegðar sér eftir því. Þegar lygaherferðin náði að-
eins þeim tilgangi að fleka enn meir heimskustu fylgjendur „sj álfstæðisstefn-
tmnar“ þá var tekið að hnýta í ríkisstjórnina vegna skipulagningar Almanna-
varna á björgunarstarfinu. Ríkisstj órnin var talin bera ábyrgð á skipulagn-
ingunni og einkum var ríkisstj órnin talin bera ábyrgð á þeim glæp, að nota
ekki varnarliðið á Keflavíkurflugvelli við björgunarstarfið. En þvi miður
fyrir Sj álfstæðisflokkinn, þá björguðu Vestmanneyingar sér sjálfir, vildu
ekki bíða eftir því að varnarliðsþyrlur björguðu þeim, sem hefði reyndar
tekið nokkra daga.
Stöku sinnum gátu þó fjölmiðlar stj órnarandstöðunnar og liðsmenn þeirra
hjá hljóð- og sjónvarpi talið upp mikil „afrek“ varnarliðsins í björgunar-
starfinu.
Reynt var að fylkja Vestmanneyingum um þessa stefnu stjórnarandstæð-
inga, borgarafundur haldinn að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ágætur
fulltrúi „sjálfstæðisstefnunnar“ var þar látinn vitna um að Veslmanneying-
ar vildu ekki þiggja aðstoð landa sinna, heldur skyldi leita til hungursjóða
Sameinuðu þjóðanna eða til erlendra stórvelda rnn aðstoð. Ýmislegt fleira
sagði þessi fylgjandi „sjálfstæðisstefnunnar", sem virðist annaðhvort sprott-
ið af íllgirni eða heimsku. Svipað rugl birtist í Morgunblaðinu þá daga.
Þessi tónn Sj álfstæðismanna var mjög frábrugðinn þeim anda sem mótaði
afstöðu síðasta bóndans í Vestmannaeyjum, þar fór ekki betlandi fulltrúi
„sj álfstæðisstef nunnar“.
Betlaraárátta Sjálfstæðismanna náði hámarki, þegar vitsmunaverur Morg-
unblaðsins tóku á sig rögg og steðjuðu í erlend sendiráð og inntu starfsmenn
eftir því hversu háar fjárhæðir viðkomandi ríkisstjórnir myndu gefa. Þetta
er eitt vesalasta ferðalag, sem íslenzkii' menn hafa lagt í og finnast engin
34