Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 50
Tímarit Máls og menningar sjá þaö nú. Síðar á ævinni afsakaði hún taktleysi nautgripanna með þvi að þeir væru íslendingar og enginn þarlendur getur gengið í takt - nema í hæstalagi við sjálfan sig. í flokknum voru tvær kýr, alsystur, og einn kálfur (sonur þeirra, sagði hún bróður sínum). Hann var versta skepna. Át viskastykki af snúrum og bleika náttkjóla. Hafði auk þess reynt að bíta hausinn af Gumma og hnubba hann til ólífis í leyfisleysi. Það sem verra var: nautið unga hafði enga þjóð- félagslega samvizku. Það tók ekki tillit til óska Gumma um síestur úti á túnum eftir erfið skopp, þegar Gummi reyndi að skella því á hrygginn svo hægt væri að hjúfra sig alminlega uppað. Yfirleitt neitaði nautið að leggjast og þótt það legðist var að því lítið gagn. Þetta urðu aldrei annað en afkára- legar og óaðgengilegar stellingar svo síestur Gumma í faðmi leikfélagans fóru útum þúfur. Leikfélaginn hét ekki neitt. Ekki hafði þótt taka því að klína á hann nafni þar sem hann yrði drepinn og étinn undreins og hann hefði aldur og þroska til. Kannski var það þessvegna að stúlkan fyrirgaf léttlyndishopp hans útí buskann og aðrar misgjörðir. Þetta var fágætur morgunn að sinni því enginn vindur lék lausum hala í blágresi og stráum og hún taldi sig vaknaða þótt langt væri til hádegis. Já hún yrði bráðum ellefu og allir fengju pönnukökur með þykkari rjóma en völ var á annars staðar. Rétt áður en haustaði. Síðan kæmu krækiber og blá- ber kannski. Að þeim loknum færu þau suður: hún, mamma og Gumrni. Hún vissi fyrirfram hvernig allt yrði breytt - en aðeins í fyrstu - og sæti í sama far- inu þegar frá liði. Hún mundi samkvæmt venju herja Gumma, þegar önnur verkefni þraut, rífa í hárið á honum og slá hann utanundir í mestu grimmd- arköstunum án þess hann hefði nokkuð gert af sér annað en vera til. Yfir- leitt tókst ekki að fá hann til að æpa. Það var ekki nema með mestu vand- virkni í pyntingum að hægt var að framkalla hjá honum tilætluð hljóð. En vel mátti hún vita, að eftir nokkur ár yrði hann farinn að ráða við hana. Og þá dygði lítið að biðjast vægðar, ef hún þekkti hann rétt. Samt hafði hann sál; gat að minnsta kosti orðið hræddur. Til dæmis við yfirnáttúrlega hluti einsog sáust stundum í myndablöðum. Af því tilefni hafði hann skælt utaní mömmu en hún orðið blóðill og sagt honum að láta ekki svona útaf engu krakkaskratti. Þá hafði hún, systir hans og helzti óvildarmaður í líf- inu, tekið hann í fangið, svona stóran og þungan einsog vænt hrútlamb í september, huggað kyrfilega úr honum angistina með kossum og klappi og útskýrt, að það sem væri í blöðum, væri alls ekki til nema í blöðum, og sízt af 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.