Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 51
Æskulausir rjómadagar öllu lengst uppí sveit. Þegar hún gaf honum rúsínu sem henni hafffi vericí gefin, hætti veslingurinn alveg að hrína, og þá fór hún strax að klípa hann. Hin mikla móðir skarst í leikinn og huggaði í það skiptið. Hún skildi aðeins þær kvalir sem hljótast af klípingum. Kílómetrarnir meðfram hlíðunum voru á enda og bithagarnir opnuðust. Þessar hlíðar voru fornir sjávarhamrar, sögðu kallarnir, og hún vissi, að svo mundi vera. Stimdum ímyndaði hún sér, að svo væri enn, og hún að reka sækýr á hafsbotni skammt undan strönd íslands. Þegar hún hafði kvatt nautgripahjörðina með virktum, lagði hún lykkju á leið sína til að heilsa uppá foss í grenndinni. Hún ræddi við hann um stund og hugleiddi einnig útsýnið: hraunið gráa sem hafði níu líf og grænk- aði í rigningu - og dalinn sem áin hafði innréttað sérstaklega á endalausu ferðalagi ofanaf heiði og út í sjó. Hún hélt áfram. Þegar hún var komin rétt framfyrir Löngugnípu, sá hún kind í óvenju- legum stellíngum ofarlega í brekkunni. Hún lá á bakinu og lappirnar fjórar blöktu ódöngulega einsog þvottur á snúru í golunni sem var nýkomin á stjá. Kúasmalinn varð skíthræddur en gekk þó nær og sá tvö lömb liggja makindalega skammt frá þessari sérvitru kind og jórtruðu bæði, grunlaus með öllu. Þetta hlaut að vera afvelta skepna, gat annað verið, og gaf frá sér ömurleg hljóð. Kúasmalanum brá þegar lömbin styggðust og þorði ekki nær kindinni til að koma henni á réttan kjöl, heldur hljóp dauðskelkaður heim á bæ, volandi, og sagði, að það væri kind fyrir vestan Löngugnípu og tvö lömb. Heimafólki þóttu það lílil tíðindi. En þegar þessi huglausi kúasmali gat stunið upp úr sér orðinu „afvelta“ var brugðið við, ekkert skjótt svosem, en spurt nánar út í allar kringumstæður. Svo fóru þrír vestreftir á bílnum og tóku með sér byssu. Kúasmalinn hætti að vola og sagðist aldrei ætla aftur með beljudjöflana. Því var ekki ansað. Honum var gefin appelsína sem hann laumaðist með uppá gamla bæ og trónaði þar um stund í löngu gras- inu og át. Þaðan sá hann þegar þeir komu aftur með dauða kind og tvö lömb. Þeir sögðu hún hefði hrapað í klettunum. Afkvæmin tvö voru umsvifalaust ættleidd og gerð að systkinum Lúfu og Stúfu, en ekki gefið nafn því að stutt var til hausts. Þegar þessi dagur var liðinn dró hún gluggatj öldin frá myrkrinu úti gagngert til að sjá sig í rúðunni. Hún var í skítugum náttserk, lág í loftinu og alvarleg í framan. I fjarska mótaði fyrir fjalli sem hún þekkti aðeins í 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.