Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 61
Úr dagbók (II)
Það var sorglegt.
Já, og við litum ekki glaðan dag lengi lengi. - Amma vill ekki eiga kisu
af því hún er svo hrædd um fuglana fyrir henni. Auðvitað eru kettir mis-
jafnlega meinlausir. Það er náttúrlega alveg satt. En kisan okkar deyddi
aldrei fugl, eða varla held ég það.
Guðný prestur er listmálari. Hún gaf mér fallega mynd af sólsetri, ljóm-
andi fallega mynd. En í stað þess að setjast bak við fjallið, þá villtist þessi
ljómandi fallega sól og datt niður á túnið heima hjá henni. Og það er
einmitt það skemmtilegasta, enda hangir hún nú innrömmuð yfir rúminu
mínu og vakir yfir mér eins og engill.
Við félagar kyssum allt fólkið í Lyngholti og ökum suður í dag.
Ekki mjög langt utan við kaupstaðinn er býlið forna hans Þórðar hreðu,
sem einhver ágætur maður hefur minnzt í þessari vísu:
Þórður hreða, þegn hann vó,
þessi bjó á Ósi.
Breytti aldrei bóndinn svó
hann berði menn í fjósi.
Þetta er sennilega gamall húsgangur og gefur jörðinni líf og lit. Mið-
fjarðar-Skeggi bjó á Reykjum. Hann stal sverði frá Hrólfi kröku úti í Dan-
mörku, dauðum, og var kappi mikill og vitur. - Reykir hinir fornu munu
staðið hafa einhversstaðar þar í nánd sem nú heitir Laugarbakki og gott ef
ekki einmitt þar. - Aldrei máttu þeir svo sjást, Skeggi og Þórður, að þá ekki
blóðlangaði til að drepa hvorn annan, en allt snerist það brugg upp í gagn-
kvæma virðingu um síðir, fyrir tilstuðlan göfuglynds æskumanns, og er
það ekki í eina skiptið sem æskan hefur orðið sögunni til sóma.
Það er bræla á Holtavörðuheiðinni og útsýn engin. Aftur á móti hvílir
Borgarfjörðurinn í sól og svala og er mjög fallegur. — Þar var ég einn löngu
umliðinn sumartíma í vegavinnu ásamt með fleiri kvensömum strákum sem
ég hvorki hirði um né nenni að nefna. - Kvennafar er álíka merkilegt og
mjólkurlaus hafragrautur.
Og við ókum niður Borgarfjörðinn og dáðumst að öllu sem við sáum og
lofuðum guð. - Síðan kom Brattabrekka.
Suður yfir Bröttu-Brekku
bar þá sjúkan örninn hvíta.
51